Þakklæti

Það sem fyllir huga þinn stýrir huga þínum stendur einhvers staðar skrifað. Er þá ekki tilvalið að fylla hugann af þakklæti? Því þrátt fyrir allt höfum við felst svo mikið til að vera þakklát fyrir.

Að iðka þakklæti eflir okkur í að taka eftir litlu hlutunum í lífinu. Hlutum sem við erum jafnvel farin að taka sem sjálfsögðum hlutum.

Það er hægt að skrifa langan pistil um ávinningin af því að iðka þakklæti og hver veit nema við skrifum slíkan póst fljótlega 😉 En svo þarf þetta ekki alltaf að vera flókið; veittu umhverfinu þínu athygli og staldraðu við hlutina sem gleðja þig – fyrsti kaffibollinn þann daginn, lítill fugl sem skoppar um fyrir utan gluggann þinn, faðmlag frá ástvini, hvað sem er. Taktu þessa hluti inn og njóttu þeirra.

Í dag er ég þakklát fyrir…

Fjallgönguna á Úlfarsfell í gærkvöldi: að hreyfa mig af því ég get það, að láta kuldann sem ríkir núna ekki stoppa mig í því að hreyfa mig.

Hundinn minn sem fylgir mér eins og skugginn og sefur nú vært hér í vinnuherberginu.

Að hafa tækifæri og svigrúm til að vinna í mínum hugðarefnum og búa mér til skapandi framtíð.

photo credit: Estée Janssens

Fjölskylduna mína, smá og stóra. Og inn í þann hóp set ég líka vinina. Með þeim er lífið bara betra.

Farfuglana sem nú fara að láta sjá sig…og láta heyra í sér. Það gladdi mig mikið að sjá Tjald í einni af gönguferðunum um páskana. Og já, ég er óforbetranlegt fuglanörd…og er þakklát fyrir það 😉

photo credit: https://eirikurjonsson.is/tjaldur-med-merki/

Hvað fyllir þig þakklæti í dag?

forsíðumynd: Gabrielle Henderson

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.