Hvað er gua sha?

Gua sha er lítið nuddtæki úr steini og kemur tækni þessi úr kínverskri læknisfræði. Það hefur verið notað afar lengi til að nudda með og þá sérstaklega að nudda andlitið. Hægt er að fá gua sha í hinum ýmsu orkusteinum og hægt er að lesa sér til um hvaða orku hver kristall hefur og velja sér stein eftir því. Eða bara velja þann sem þér þykir fallegastur 🙂

Gua Sha úr sodalite steini

Best er að nota gua sha á morgnana eða kvöldin og þá helst á hreint andlit sem búið er að bera á t.d. serum, olíu eða eitthvað gott krem. Ávinningurinn af því að nota gua sha er margþættur og helst ber þar að nefna aukið blóðflæði, aukið vessaflæði og virkni eitlanna. Að auki léttir þetta á stressi og stífni…andlitsvöðvarnir verða víst stífir líka þegar við erum stressuð. Þá er einnig gott að nota gua sha til að þrýsta á hina ýmsu þrýstipunkta, til dæmis til að losa sig við hvimleiðan höfuðverk.

Ég er búin að eiga mitt gua sha í þó nokkurn tíma en ekki verið nógu dugleg að nota hann fyrr en nýverið. Nú nota ég hann allavega tvisvar í viku. Húðin verður ferskari og fyrst eftir nuddið finn ég hvernig blóðið streymir um andlitið. Ég mæli með að gera hverja stroku ca. 5 sinnum og enda alltaf á að þrýsta létt (wiggle) og hreyfa steininn til við jaðar andlitsins.

Hér er slóð á góða grein um hvaða áhrif notkun gua sha hafði á andlit höfundar. Neðst í greininni er myndband þar sem sýnt er hvernig nota á steininn. Athugið að hægt er að finna alls konar fróðleik um gua sha og hvernig á að nota hann. Athugið líka að mikill munur er á að nota gua sha í andlitsnudd eða líkamsnudd og hér er eingöngu verið að tala um andlitisnuddið.

Ég mæli eindregið með að þið verðið ykkur út um gua sha og prufið. Við höfum öll gott af því að dekra aðeins við okkur á þessum skrítnu tímum sem við erum að upplifa. Finnið ykkar eigin takt í þessu og njótið þess að dekra við ykkur.

Góða helgi!

Magga

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.