Rice krispies í páskabúningi

Þessi bragðgóða og fallega kaka er mjög klasísk rice krispies kaka sem skemmtilegt er að skreyta við hvaða tækifæri sem. Hér er hún sett í páskalegan búning og myndi sóma sér vel sem eftirréttur um páskana.

Rice krispies botn

5 msk. sýróp 100 gr. suðusúkkulaði 60 gr. smjör 100 gr. Rice krispies

Allt nema Rice krispies sett í pott og brætt saman við lágan hita. Síðan er Rice krispies bætt út í og blandað vel saman. Að lokum er öllu hellt í form og kælt.

Þegar búið er að taka kökuna úr forminu er gott að skera banana og raða yfir botninn. Því næst er þeyttum rjóma smurt yfir og kakan skreytt.

Hugmyndir að skreytingu: Niðurskorin jarðaber, lítill páskaegg og karamellusósa (mér finnst best að nota salted carmel frá Bodylab).

Verði ykkur að góðu!

Stína

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.