Lífið

Páskahreiður

Nú styttist óðum í páska og því ekki að dúllast aðeins við að fá páskafíling á heimilið. Ég er alin upp við að það sé settur páskadúkur á borð, gul kerti og kannski nokkrar páskastyttur. Síðan ég byrjaði að búa hef ég alltaf náð mér í greinar út í garð, sett í vatn og hengt eitthvað krúttlegt á þær, keypt eða heimagert. Börnin eru dugleg að föndra, núna er vinsælast að perla lítil egg og unga. Ég er mjög hrifin af því að nýta það sem til er á heimlinu og gefa því nýtt líf í stað þess að fara út í búð og kaupa nýtt. Það kemur á óvart hvað margt getur leynst hjá manni sem hægt er að endurnýta.

Ég var aðeins að dúllast heima í gær og datt í hug að lappa aðeins upp á haustkransinn sem ég gerði í fyrra, snyrta hann aðeins og setja í hann forláta svartfuglsegg sem okkur áskotnaðist fyrir mörgum árum. Úr þessu varð svo fallegt páskahreiður sem fær að prýða heimilið fram yfir páska.

Gleðilega Páska

Stína

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *