Matur

Lungamjúkt og gómsætt döðlubrauð með kaffinu

Það var mikið að gera í framkvæmdum á heimilinu í vikunni sem er að líða. Maðurinn minn var í fríi eftir að hafa veriðð 4 vikur á Grænlandi svo við notuðum tækifærið til að reyna að saxa aðeins á framkvæmdalistan í húsinu. Efst á lista var rafmagnsvinna og að mæla fyrir nokkrum gluggum. Við fengum smið og rafvirkja til að koma og vinna hjá okkur og eins og alltaf þegar fólk er að vinna hjá okkur finnst mér nauðsynlegt að bjóða uppá eitthvað gott með kaffinu. Ég fann því þessa dásamlegu uppskrift af döðlubrauði inn á hun.is. Brauðið var virkilega gott og rann ljúft niður með kaffinu.

Innihald:

 • 2 bollar hveiti
 • 1 bolli sykur
 • 1 bolli döðlur
 • 1 bolli vatn
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 msk smjör
 • 1 egg
 • Ofan á brauðið ákvað ég að setja kókosflögur og möndlur en mér finnst það passa vel við bananabrauð og það kom líka mjög vel út með döðlubrauðinu.

Aðferð

 1. Döðlur, smjör og vatn sett í pott og látið malla í 2-5 mín. Þessu er svo skellt í hrærivél og hrætt þar til það er orðð maukað.
 2. Síðan er restini af hráefnunum bætt í hrærivélaskálina og hrært létt, mér finnst best að hræra bara smá stund og nota svo sleikjuna til að deigið verði ekki seigt.
 3. Deigið er sett í smurt formkökuform eða bökunarpappír settur í formið Þar sem ég er með frekar gömul bökunarform nota ég frekar bökunarpappírinn.
 4. Brauðið er svo bakað við 180 gráður á undir- og yrirhita í ca 50 mín.

Verði ykkur að góðu

Knús

Stína

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *