Matur

Hjónabandssæla

Þessi einfalda og þægilega uppskrift kemur upprunalega frá Eldhússögur og hef ég bakað hana nokkrum sinnum. Hún er bragðgóð, fljótlega og eggjalaus…sem hentar vel ef einhver í fjölskyldunni er með eggjaofnæmi eins og tilfellið er í minni fjölskyldu. Það er því stórfínt að hafa eina svona uppskrift í handraðanum til að bjóða upp á eggjalaust góðmeti.

Ég fylgi uppskriftinni frá Eldhússögum að mestu en þar sem hún átti það til að vera þurr hjá mér bætti ég smá dassi af Ab-mjólk til að fá meiri vökva. Þeir sem þurfa ekki að hafa áhyggjur af eggjaofnæmi gætu hæglega bætt eins og einu eggi út í. Einnig minnkaði ég aðeins sykurinn í uppskriftinni. Ekkert svakalega en samt aðeins….hænuskref þið vitið 😉

Hráefni

  • 220 g haframjöl
  • 250 g hveiti
  • 100 g kókosmjöl
  • 140 g púðursykur
  • 100 g sykur (má vera hrásykur eða muscovado sykur)
  • 250 g smjör
  • 1 -1.5 dl ca. rababarasulta, eða jarðaberjasulta

Aðferð

Ofninn hitaður í 200 gr. (undir- og yfirhiti). Hráefnunum er blandað í skál og hrært saman, ég nota krókinn en einnig er hægt að nota bara hendurnar. Kökuformið smurt, ég notaði hringform af stærri gerðinni. Meirihlutanum af deiginu, ca. 3/4 hluti, er þrýst ofan í botninn, sultunni smurt yfir og restinni af deiginum sáldrað yfir sultuna. Ég hef líka stundum flatt afganginn af deiginu út, skorið út í strimla og lagt yfir. Bakað í 20 – 26 mínútur.

Á þessum vota og vindasama mánudegi er tilvalið að henda í eina svona.

Magga

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *