Heimsókn

Sænski bloggarinn Janniche Kristoferssen býr í fallegu húsi í Bagarmossen í Stokkhólmi. Stíllinn hennar er dásamlegur; hlýlegur og litríkur og listaverkin njóta sín vel. Sjálf segir Janniche að henni líki best við hlutlausan grunn og að leyfa aukahlutunum að bæta við litum og áferð. Það sem heillar mig mest við heimilið eru einmitt þessir aukahlutir sem skapa þessa fallegu heild…og allr myndirnar á veggjunum. Það eru akkúrat þessir hlutir sem setja punktinn yfir i-ið.

Janniche heldur úti blogginu Blogga i Bagis og er einnig með vinsælan instagramreikning.

Mæli með að þið kíkið á hana!

Magga

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.