Er ekki vel við hæfi að gæða sér á góðri köku á þessum blauta þriðjudegi? Á meðan maður heldur sér í borðbrúnina og bíður eftir næsta skjálfta.
Þessi kaka er í algjöru uppáhaldi hjá okkur og á að hafa verið uppáhalds kaka Viktoríu drottningar. Hún kunni víst vel að meta að gæða sér á henni með síðdegisteinu sínu.
Kakan er lítillát í útliti en leynir aldeilis á sér og er virkilega góð.

Victoria Spongecake
Botnar:
225 gr. mjúkt smjör
225 gr. sykur (eða hrásykur)
1 tsk. vanilludropar
4 egg
225 gr. hveiti
1 tsk. lyftiduft
4 msk. mjólk

Aðferð:
Smjör og sykur hrært saman þar til ljóst og létt.
Eggjum bætt við og hrært vel á milli.
Vanilludropar settir saman við.
Að lokum er þurrefnum blandað varlega út í.

Krem
100 gr. ósaltað smjör
100 gr. flórsykur, sigtað
2 dropar vanilludropar
Hrært vel saman þar til orðið ljóst

Bakað í tveimur 21 cm formum með lausum botni í 180° í ca. 20 mínútur eða þar til losna frá brúnunum.
Smyrjið annan botninn með hindberjasultu og hinn með kreminu. Setjið svo botnana saman og njótið!
Það skemmir svo ekkert að leggja fallega á borð og setja sig í royal stellingar, það er nú einu sinni þriðjudagur.
Njótið!