Heimilið

Föstudagsinnblásturinn

Frá því ég man eftir mér hefur mig langað til að vera listakona. Ég teiknaði inn í bækur, til að bæta við myndskreytinguna sem þar var fyrir. Einnig má finna listaverk eftir mig á botni skúffa í kommóðum foreldranna. Ekki er ég nú listakona ennþá en draumurinn er til staðar og þá aðallega að geta sest niður og málað og skapað. Og hver veit, maður er víst aldrei of gamall til að eltast við draumana sína.

Nú geng ég um með þá grillu að mig vanti góða aðstöðu til að skapa, svokallað stúdíó eða Atelier…eins það myndi útleggjast á frönsku. Það hljómar bara allt betur á frönsku svo ég ætla að halda mig við atelier 😉 Og ef ég ætti atelier eins og þessi hér gæti ég örugglega skapað ódauðleg listaverk!

Höldum áfram að láta okkur dreyma 🙂

Gleðilegan föstudag!

Magga

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *