Lífið

Skógarbað

Ég hef alltaf elskað að fara út í náttúruna og fundist það gefa mér orku og kraft, lengi vel taldi ég það stafa af því að ég væri utan að landi og væri vön því að fá orku úr náttúrunni. Ég heyrði fyrst orðið skógarbað í hádegisfyrirlestri á vegum VR í síðustu viku og ákvað því að googla orðið. Þá kemur í ljós að það að fá orku úr náttúrunni er engin nýlunda heldur mjög rannsakað fyrirbæri. Sumir tengja það við shinrin-yoku “forest therapy” . Eins er hægt að finna margar góðar greinar um Skógarbað á íslensku svo sem á Í boði náttúrunnar. Og hér er grein úr fréttablaðinu um efnið.

Það sem flestir eru sammála um er að það að fara út í skóg og nota markvisst öll skilningarvitin, “baða sig í skóginum” anda, snerta, lykta, sjá og smakka, hafi góð áhrif á steitu, blóðþrýsting og bæti andlega líðan.

Hér er hugmynd að skógarbaði (Shinrin Yoku)

1. Skildu eftir símann þinn, myndavél, tónlist og önnur truflun
2. Skildu eftir væntingar þínar
3. Hægðu á þér; gleymdu tímanum
4. Komdu inn í nútímann
5. Finndu stað til að sitja – á grasinu, við hlið trés eða á garðabekk
6. Takið eftir því sem þú heyrir og sérð
7. Takið eftir því hvað þér finnst
8. Vertu í tvo tíma ef mögulegt er (þó að þú munir taka eftir áhrifunum eftir tuttugu mínútur)

Heimild

Rannsóknir á skógarböðum hafa leitt í ljós að þau hafa góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu.

Kostir þess að fara í skógarbað

-Það getur lækkað blóðþrýsting

-Það minnkar kvíða

-Líkaminn dregur úr framleiðslu á kortísól stresshormóninu.

-Það eykur minni og einbeitningu

-Það dregur úr einkennum ADHD

-Það gefur heilanum tækifæri að að endurhlaða sig

Það er auðvelt að finna fallegan stað til að njóta náttúrunar, það þarf ekki endilega að fara út í skóg, einnig hægt að finna almenningsgarð eða sinn eigin garð. Aðalatriðið er að komast í snertingu við gróður og náttúru og gleyma ys og þy.

Stína

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *