Hollustuhornið : Basilíka

Vissir þú að áður fyrr var basilíka merki ástarinnar á Ítalíu? Og að ef pottur með basilíku var settur út í glugga var það merki um að eigandi plöntunnar væri til í ástarfund. Einnig hefur því verið fleygt að basilíkan sé kynörvandi og nafnið yfir plöntunar í Tuscany er einmitt Amorino….eða ástin litla. Ég sel þetta með kynörvandi áhrifin dýrara en ég keypti það en kannski gæti basilíka í innkaupakerru komið í stað ananasins á Seltjarnarnesi?

Photo by freestocks on Unsplash

Lækningamáttur basilíkunnar þykir augljós og hún notuð til þess að hreinsa hugann. Hún er rík af andoxunarefnum sem og k vítamíni og kalsíumi. Basilíkan styrkir lifrina og getur haft fyrirbyggjandi áhrif á krabbamein. Þá hefur hún jákvæð áhrif á öldrun húðarinnar og getur minnkað blóðsykur.

Það er því ekki spurning að basilíkan er nauðsynleg í mataræðið okkar. Að ekki sé minnst á hversu dásamlega og sem betur fer passar hún vel í flesta rétti; frábær í pastaréttina, fiskrétti, út á sallatið, pestóið…og svo er bara gott að stinga einu og einu blaði upp í sig.

Drífið ykkur út í búð og kaupið basilikíu, stingið nefinu ofan í og andið ilminum að ykkur og þið eruð komin til Ítalíu.

Ég minni svo á að Valentínusardagur nálgast, spurning um að úða í sig basilíku 😉

Magga

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.