Lífið,  Matur

Of snemmt fyrir piparkökur?

Ekki ef það eru hrekkjavökupiparkökur!

Þessar piparkökur eru svo góðar og uppskriftin hefur fylgt fjölskyldunni afar lengi. Þær eru alltaf gerðar fyrir jól….og stundum þarf að baka auka skammt. Ef þær klárast snemma.

Þó að kökurnar sjálfar séu mjög góðar er það samt glassúrinn sem er stjarnan en hann er þeyttur og honum sprautað á.

Uppskrift:

 • 220 gr. ljóst síróp (Lyles)
 • 220 gr. smjör
 • 220 gr. sykur
 • 2 egg
 • 1 tsk kanill
 • 1 tsk negull
 • 1 tsk. engifer
 • 660 gr. hveiti
 • 1 tsk. natrón

Bræðið saman smjör og síróp. Eggin þeytt með sykrinum og kryddunum blandað saman við.

Hveiti og natrón blandað saman við ásamt smjörinu og sírópinu og deigið hnoðað. Deigið þarf að bíða í kæli í nokkra klukkutíma (helst yfir nótt).

Bakist við 180-190° í u.þ.b. 10 mínútur.

Glassúr til skreytingar:

 • 2 eggjahvítur
 • 275 gr. flórsykur

Þeytt saman og sprautað á kökurnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *