Lukku bambus

Nú þegar sólin hækkar á lofti og við fáum aftur fallegt sólarljósið inn á heimillin langar mig alltaf til að fylla húsið af fallegum plöntum. Það gladdi mig mikið þegar ég sá Lucky Bamboo í Blómaval, en ég hef ekki oft rekist á þessa plöntu hérna á Íslandi. Hún var hins vegar mjög algeng í blómabúðunum í Danmörku þegar ég bjó þar.

Þessi planta er sögð færa gæfu og velmegun, sérstaklega ef plantan er þegin að gjöf. Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnu, þ.e. að svona gæfuhlutir verði að vera þegnir sem gjöf til að virka sem skyldi. En við reddum því með því að færa okkur sjálfum hana sem gjöf. Lucky Bamboo er líka mjög vinsæl í feng shui fræðum. Þar er hún sögð færa frið, ró og viskufulla orku inn á heimilið. Sjá nánar hér.

Það er auðvelt að hugsa um plöntuna, það er hægt að hafa hana bæði í moldarpott eða í vatn með steinum. Ef hún er höfð í vatni þá þarf að þrífa ílátið einu sinni í viku.

Passa alltaf upp á láta vatnið standa ca. 24 tíma áður en þú notar það til vökvunar eða til að skipta um vatn. Ekki er þörf á að nota áburð í vatnið en ef það er gert þá ca. 1-2 á ári.

Plantan þarf miðlungsbirtu, eða óbeint sólarljós.

Njótið dagsins!

Stína

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.