Make-over

Það er alltaf gott þegar hægt er að endurnýta hluti í stað þess að fara og kaupa nýtt. Þó hægt sé að fara með gamla hlutinn í Góða hirðirinn (Sorpu) þá skilst mér að það sé orðið yfirfullt þar og þeir stundum farnir að velja hluti inn. Þannig var það allavega um jólin þegar ég ætlaði að gefa fullt af barnadóti, þá var starfsmaður að velja inn í gáminn.

Mig er búið að langa í svarta blómapotta, en ég á blómapotta í nokkrum litum. Ég fór því í Slippfélagið og keypti mér svart sprey. Þar fékk ég mjög góð ráð um hvernig best væri að gera þetta.

Gamli eldhús stigakollurinn okkar var líka orðinn frekar sjúskaður svo hann var bara líka spreyjaður.

Litli potturinn á myndinni er reyndar nýr, úr Söstrene, en mig vantaði pott í þessari stærð og hafði ekki fundið neinn svartan sem mig langaði í.

  • Þetta tók um 1 klst með tíma sem fór í að bíða á milli umferða.
  • Kostnaðurinn var 1598 kr.
  • Ég átti fínan sandpappír, ég fór létt yfir pottana og þvoði þá svo með sápuvatni til að losna við alla fitu.

Svo er bara um að gera að reyna að laga og breyta því sem maður á fyrir í stað þess að kaupa alltaf nýtt.

Stína

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.