Madeleines

Ég hef nokkrum sinnum komið til París og er fyrir löngu kolfallin fyrir þessari borg. Þar sem lítið er um Parísarferðir um þessar mundir er um að gera að færa smá Parísarfiðring heim í eldhús.

Þessar dásamlegu litlu kökur smakkaði ég fyrst í einni af ferðum mínum til Parísar. Þær eru loftkenndar litlar svampkökur og bragðgóðar og passa ljómandi vel með kaffi- eða tebollanum. Athugið að sérstök Madeleineform eru nauðsynleg fyrir þennan bakstur.

2 egg

3/4 tsk. vanilludropar

1/8 tsk. salt

1/3 bolli sykur

1/2 bolli hveiti

1 msk. rifinn sítrónubörkur

1/4 bolli smjör, brætt og kælt í smástund

1/3 bolli flórsykur til skrauts

Ofn hitaður í 180 – 190 gr.

Smjörið er brætt og látið kólna aðeins.

Egg, salt og vanilludropar hrært saman þar til létt og ljóst.

Sykrinum bætt út í og hrært vel saman (í ca. 5-10 mín)

Hveitið sigtað út í, smáskammt í einu og hrært varlega saman með sleif.

Deigið sett í formin og bakað í 14 – 17 mín.

Gott er að setja kökurnar á bökunargrind og strá fljórsykri yfir. Þær eru bestar nýbakaðar með uppáhalds teinu eða kaffinu.

Verði ykkur að góðu!

Magga

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.