Fjölskyldan,  Matur

Börn og bakstur

Flestum börnum finnst mjög skemmtilegt að fá að baka og stússast í eldhúsinu. Þau byrja flest í heimilisfræði þegar þau byrja í skóla og vilja því oft fá að æfa sig þegar heim er komið.

Mér hefur fundist það að lofa dóttir minni að baka með mér líka vera góð leið til að æfa lestur og stærðfræði. Hún þarf að lesa uppskriftirnar og spá í hvað tsk, msk og dl þýðir. Eitt sinn ætlaði hún að útbúa kókoskúlur alveg sjálf og það gekk bara mjög vel, þar til í lokin. Þá kemur til mín með deigið sitt en það var greinilega of mikið af vökva í því. Hún hafði ekki áttað sig á að það skipti máli hvort maður notar matskeið eða desilítra mál og notaði því bara alltaf desilítra málið til að spara sér uppvask. Þetta var góð reynsla og hún lærði heilmikið af þessu.

Um daginn lofaði ég dóttur minni og frænku okkar að baka og þær fengu nokkuð frjálsar hendur um meðferðina á deiginu svo úr varð hin skemmtilegasta föndurstund. Stundum skiptir bara mestu máli að hafa gaman, fá að vera í flæðinu og leika sér með deigið.

Við styðjumst við nokkrar skemmtilegar uppskriftar bækur í okkar bakstursstundum. Þetta eru bækur sem við erum búin að eiga lengi og hafa verið mikið notaðar. Best þykir mér danska bókin Börnenes beste fester. Hún er auðveld og þægileg fyrir börnin til þess að fylgja sjálf skref fyrir skref.

Góða skemmtun í eldhúsinu með uppáhalds fólkinu ykkar 🙂

Stína

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *