Lífið

Tunglhylling

Hvað er svona sérstakt við fullt tungl? Er eitthvað sem fylgir því annað en varúlfar, vampírur og draugagangur? Af hverju er því haldið fram að orkan sé svo sterk?

Í tunglinu felst sterk tenging við allar þær kvenlegu orkur lífsins og ótrúlegt en satt þá er tunglgangan 28 dagar alveg eins og tíðahringur kvenna. Árið sautján hundruð og súrkál var talað um að á fullu tungli mættu allir leika ”lausum hala” og þau bönd sem voru bundin með giftingu voru ekki við völd það kvöld sem tunglið birtist í sínu bjartasta formi á himninum.  Öll þau börn sem komu svo undir þetta kvöld  voru heiðruð allt sitt líf og fylgdu ákveðnu staðli í ættbálknum. En það yðri nú eitthvað ef þetta væri enn við lýði. Spurning um að endurvekja þessa hefð?

Í dag er mikil vakning á að hylla tunglið og nú eru margir sem halda einhverskonar tunglhyllingu eða tungl-athöfn. Ég hylli tunglið alltaf á einhvern hátt, ýmist á nýju tungli, fullu tungli eða hálfu tungli. Og þá annað hvort bara fyrir mig eða með hóp.

Hvert tungl-stig gefur okkur misjafna orku og er því mismunandi hvaða ásetningur er settur í athöfnina. Í dag, 28. janúar, er svo kallað úlfa-tungl eða wolf moon og er í Ljóni, þannig þeir sem eru með tungl í ljóni í kortinu sínu finna sig vel um þessar mundir og eru í essinu sínu.

Hér fyrir neðan er útlistun á hinum ýmsu stigum tunglgansins, hvaða merking er fólgin í því og hvað þú ættir að hafa í huga:

Nýtt Tungl: merkir upphaf, settu ásetning á upphaf verkefnis, nú er tíminn til að byrja á einhverju nýju með hreinan skjöld. Safnaðu saman hugsunum og byrjaðu að plana.

Vaxandi fyrsti fjórðungur: hér setur þú þér þinn ásetning. Sendu allar þínar óskir og ásetning inn í kosmósið. Taktu skrefið !!! Ef þú lendir á hraðahindrun ekki stoppa haltu áfram yfir hana.

Vaxandi annar fjórðungur:  Gerðu þær breytingar sem þarf, aðlagaðu drauma þína að kósmósinu. Staðfesta er lykillinn.

Fullt tungl: Uppskeran! Nú er tími til að uppskera því sem þú hefur sáð! Horfðu til baka og sýndu þaklæti fyrir það sem hefur gerst.

Minnkandi þriðji fjórðungur:  Nú er tími til að líta inná við. Finndu introvertinn í þér og leyfðu honum að fljóta um þennan fjórðung. Hugaðu að óskum þínum og draumum, markmiðum og sýndu þakklæti, þakklæti fleytir þér óravegu.

Þriðji fjórðungur: Slepptu og leyfðu því að fara sem þjónar þér ekki lengur. Skildu eftir þá ávana sem halda þér niðri.  Mér dettur alltaf í hug lagið LET IT GO!

Minnkandi fjórði fjórðungur: Slepptu tökum á öllu sem er að gerast ! Hvíldu þig! Það er allt í lagi að hafa ekkert að gera í nokkra daga. Heimurinn ferst ekki.

Nýtt tungl: Nú er tími fyrir nýtt upphaf !

Photo by Mark Tegethoff on Unsplash

Hægt er að nota alltaf sömu aðferðina við sína athöfn fyrir hvert skref tunglsins en ég er mjög hrifin af eldathöfnum því þær eru bæði auðveldar og fljótlegar i framkvæmd en geta líka tekið lengri tíma ef þið viljið gera meira úr því. Hér er uppskrift af auðveldri athöfn fyrir tunglhyllingu:

Tunglhylling

Liturinn fyrir úlfa-tungl í Ljóni er gult eða gull, þannig að allt sem þið getið fundið í þeim litum á eftir að finna sig í athöfninni þinni.

Áhöld:

Kerti – Gul / Gyllt

Keramikpottur/járnskál

Vel brennandi blað og blýantur

Citrine kristall / Annar Gulur /gylltur kristall

Aðferð:

Finndu þér rólegan stað þar sem þú getur verið ein (eða með nornahópnum þínum) í ró og næði þar sem þú getur hugleitt það sem þú vilt setja á blaðið. Nú á fullu tungli einbeitum við okkur að því að sýna þakklæti og horfa á farinn veg. Á fullu tungli er líka oft skilaboðum til látinna ættingja og vina send með orku tunglsins.

Byrjað er á að kveikja á kertinu og þakka fyrir ljósið sem það gefur okkur í þessa athöfn. Þú getur setið, legið eða staðið, dansað eða hvað sem er. Allt sem þig langar eða finnur þörf fyrir að gera. Þú skrifar á blaðið það sem þú vilt senda út í kosmósið á þessu fulla tungli þegar þú ert tilbúin. Og þegar að því kemur (þú finnur það) þá kveikir þú í bréfinu og leggur í pottinn/skálina og á meðan bréfið fuðrar upp er horft í eldinn og hugleitt um það sem er á leið út í veröldina. Ef þú ert ein þá getur þú fundið þér þína tónlist til að hafa með eða haft bara þögnina með þér. Í þessu er ekkert rétt eða rangt þetta er algerlega þú og þín athöfn. Vertu bara til staðar það er það eina sem þú þarft að uppfylla.

Farðu nú og finndu kuflinn þinn, skottastu út á miðnætti með járnpottinn þinn og haltu þína athöfn !

 Ilmandi kveðja

Seiðkonan Sú sem Þór unni

Kíkið á Þórunni á facebook eða instagram 🙂

forsíðumynd: Photo by Pedro Lastra on Unsplash

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *