Mánudagsmetnaður

Mánudagar eru í huga margra leiðinlegir dagar. Þetta er dagurinn sem við þurfum að rífa okkur í gang og framundan er heil vinnu- eða skólavika. Mánudagar í janúar geta verið sérstaklega erfiðir hér á Íslandi, það er bara ekkert sérstaklega spennandi að rífa sig upp í myrkri og kulda.

Svo má alveg leiða að því líkum að mánudagar séu ekkert leiðinlegri en aðrir dagar og það sé kannski bara hugarfarið okkar sem er leiðinlegt.

Rannsóknir sýna að við séum líklegri til að fylgja eftir og ná þeim markmiðum sem eru sett á mánudegi (eða í byrjun einhvers tímabil) heldur en á öðrum tíma. Einnig hafa aðrar rannsóknir sýnt fram á að við erum líklegri til að velja hollari kosti í matarmáli á mánudögum en aðra daga vikunnar (kannski bara vegna þess að við sukkuðum svo mikið um helgina).

Við getum ekki breytt þeirri staðreynd að á eftir sunnudegi kemur mánudagur…út allt árið… en við getum breytt hugarfari okkar 🙂

Gleðilegan mánudag!

Magga

*forsíðumynd: Photo by Miguel Luis on Unsplash

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.