Matur

Einfalt og gott brauð við öll tækifæri

Það er fátt betra en nýbakað brauð. Dásamlegur ilmurinn í loftinu þegar maður kemur inn í eldhús fær flesta til að fá vatn í muninn. Við systur bökum mikið af brauð og því er mjög gott að eiga eina uppáhalds grunnuppskrift sem hægt er að grípa til við öll tækifæri. Í gær bauð ég upp á kjúklingasúpu og systir mín kom með nýbakað brauð.

Einnig hef ég gert snúða úr þessari uppskrift, bara bætt 1 tsk. af kardimommudropum við deigið. Þessi uppskrift hefur einnig verið notuð í pylsuhorn og skinkuhorn og allskonar útgáfur af brauð, bara láta hugmyndaflugið ráða.

Grunnuppskrift

4 tsk. þurrger

5 dl vatn eða mjólk við stofuhita

1 msk. sykur

1/2 tsk. gróft salt

2 msk. matarolía

600 gr. hveiti, gott að hafa 200 gr heilhveit og 400 gr hveiti eða bara það mjöl sem hentar þér best.

Gerinu er blandað saman við vökvan og sykurinn setur út í, þetta er látið bíða í 5 mín og hrætt aðeins á meðan svo allt blandist vel. Öllu blandað saman og hnoðað í vél. Síðan út bý ég þau brauð sem mig langar í hvert sinn, 2 stór, 4 lítill eða bollur. Ég er alveg hætt að láta hefast tvisvar sinnu, læt duga að brauðið hefist bara eftir að ég hef mótað það til og þá í 30-40 mín. Svo er brauðið bakað í ofni við 180-200 gr. þar til það er farið að lyfta sér vel og orðið gullið

Verði ykkur að góðu.

Stína

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *