Net-rúnturinn

Föstudagur er fínn dagur til að henda “shout-out” eða hrósi á fallegar síður eða instagram sem við elskum að fylgjast með.

Studio McGee er rekið af hjónunum Syd og Shea og taka að sér að hanna heimili fyrir fólk. Mjög fallegur stíll og gaman að fylgjast með þeim. Þættirnir þeirra, Dream home makeover, eru á Netflix. Mæli með að kíkja á þá. Einnig hægt að finna þau á instagram.

Lovely life er sænsk síða uppfull af fallegum innlitum, góðum ráðum, uppskriftum og ýmsu öðru. Síðan er rekin af nokkrum bloggurum sem sameina krafta sína á fjölbreyttan hátt. Lovely life er líka á instagram.

What decorates my day er rekin af einum af bloggurunum á Lovely life, ljósmyndaranum og stílistanum Emmu Johansson. Instagram síðan hennar er ævintýralega falleg og sumar myndanna gætu verið beint úr sögu eftir Astrid Lindgren.

Bríet Ósk er íslenskur stílisti og hönnuður með mjög fallegan stíl. Gaman að skoða síðuna hennar og instagrammið til að fá innblástur.

Elisabeth býr í gömlu húsi (1947) á vesturströnd Noregs. Búið er að gera húsið afar fallega upp. Mæli með að kíkja á instagrammið hennar.

Látið fara vel um ykkur í uppáhaldsstaðnum og takið smá netráp….það er hvort eð er varla hundi út sigandi.

Magga

* forsíðumynd: elisabethsidyll

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.