Bústnar vegan pönnsur

Vegna ýmiskonar ofnæmis í fjölskyldunni er ég er búin að vera að prófa mig áfram með uppskriftir. Um er að ræða eggja- og mjólkurofnæmi og svo eru sumir farnir að sneyða hjá dýraafurðum. Sjálf þarf ég að minnka sykur af heilsufarsástæðum. Í stórum fjölskylum er fjölbreytin mikill og þarfirnar ólíkar.

Ég fann þessa uppskrift hjá Lindu Ben. en þar heita þær amerískar pönnukökur. Ég breytti þeim aðeins og lagaði þær að okkar þörfum.

Mín útgáfa af uppskriftinni er þessi:

  • 3 ½ dl hveiti
  • 3 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 1 dl kókospálmasykkur
  • 2 msk matarolía hræð saman við 1 msk. af Oatly jógúrt
  • 3 ½ dl möndlumjólk
  • 3 msk brætt smjörlíki

Þessu er öllu blandað saman og bakað upp úr matarolíu eða smjörlíki.

Verði ykkur að góðu

Stína

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.