Hafraklattar

Þessir hafraklattar eru afar vinsælir á mínu heimili og mjög fljótlegt að gera þá. Tilvalið að henda í þá fyrir morgunkaffi á laugardegi eða sunnudegi. Uppskriftina sá ég fyrir löngu hjá Jóa Fel., þegar hann var með þætti á Stöð 2. Ég hef aðeins aðlagað þá og breytt í gegnum árin og er löngu hætt að reyna að kljúfa þá til að smyrja, það gekk hjá Jóa en ekki mér…mínir molnuðu alltaf í sundur við það 🙂

Hafraklattar

155 gr. hveiti

90 gr. haframjöl

60 gr. hrásykur eða venjulegur

1 msk. lyftiduft

1/2 tsk. salt

90 gr. smjör

160 ml. mjólk

Toppur: 2 tsk. mjólk, 2 msk. haframjöl, sykur og kanill

Hráefni sett saman í hrærivélaskál og hrært með króknum þar til allt er vel blandað saman (þarf ekkert endilega að nota alla mjólkina, getur orðið of blautt). Deigið er svo hnoðað á borði, ekki of mikið, svo er það flatt út og látið mynda ca. 20 cm. hring. Þá er mjólkinni dreift yfir, svo haframjölinu og að lokum kanilsykrinum. Skorið í átta sneiðar og bakað í ca. 15 mín í 210 gráður.

Bragðast frábærlega með smjöri, osti og sultu.

Verði ykkur að góðu!


Magga

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.