Nýtt ár – ný þú?

Áramótum fylgir gjarnan að setja sér markmið og fyrirheit og er það gott og vel. Það hentar mörgum vel að strengja heit, ýmist heilsu- eða framatengd, og gera plön. Eitthvað sem við viljum leggja áherslu á eða bæta. En hvað ef það kemur nýtt ár og ég er enn bara sama ég? Er það ekki bara í lagi. Við þurfum ekki öll að umbreyta og umturna öllu og kannski mætti áramótaheitið bara vera að vera sátt/sáttur við sig? Og ef ekki…taktu þá lítil skref í áttina að persónulegum þroska eða líkamlegu heilbrigði.

Ef það virkar vel fyrir þig að hafa markmiðin skrifuð niður skalt endilega gera það. Hafðu bara í huga að hafa markmiðin ekki of stór, þ.e. að hvert skref sé í viðráðanlegri stærð…og bættu frekar við ef vel gengur. Hugsanlega gæti verið gott að horfa á mánuð í senn í stað þess að setja allt árið undir.

Sumum finnst gott að hafa markmiðin skrifuð niður og hægt er að notast við dagbækur eða skipulagsbækur. Persónulega finnst mér best að nota svokallaða bullet journal en þær bækur eru með auðum blaðsíðum, þ.e.a.s. fyrir utan punkta sem eru nýttir í að teikna upp hverja blaðsíðu að vild. Ég notast mikið við pinterest til að fá hugmyndir að blaðsíðum. Kostirnir við þetta eru að ég ræð skipulaginu á dagbókinni, ég fæ útrás fyrir sköpunarþörfina með því að teikna upp blaðsíðuna og skreyta og einnig get ég sett hvað sem er inn. T.d. hvaða bækur ég hef lesið, ferðalagaplön (ekki að það sé mikið um þau þessa dagana). o.s.frv.

Fyrir þá sem vilja hafa skipulagið á lausum blöðum læt ég fylgja hér með hlekk á útprentanlegt skipulagsblað. Það eina sem þú þarf að gera er að smella hér.

Gangi þér vel 🙂

Magga

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.