Gamlársdagur

Þá er hann runninn upp – síðasti dagur þessa árs sem hefur aldeilis reynt á okkur. Vissulega eru þrautir ekki á enda um leið og nýtt ár rennur upp en það er bjartsýni í loftinu.

Þegar við horfum yfir þetta ár skulum við reyna að muna eftir góðu stundunum því þær voru þarna. Rifjum þær upp í stað þess að einblína á það neikvæða.

Í kvöld ætlum við að fagna áramótunum í okkar jólakúlu, borða góðan mat, horfa á skaupið og fagna (flugeldalaust) þegar 2021 rennir í hlað.

Yngri sonurinn hjálpaði mömmu sinni við að föndra pappírs “fortune-cookies” til að leggja á disk hvers gests. Inni í kökunum er svo miði með jákvæðri setningu – eitthvað til að taka með sér inn í árið. Einnig ætlum við að hvetja gestina til að rifja upp eina góða minningu frá árinu.

Það sem þú þarft:

Fallegur pappír (við endurnýttum gjafaumbúðir frá Farmers Market)

Glas í þeirri stærð sem þú vilt að “kökurnar” séu

Skæri

Hefti eða lím

Miða með jákvæðum setningum

Eftir að hafa klippt út jafn marga hringi og gestirnir eru heftuðum við eitt hefti efsti í miðjuna og renndum svo miðanum með tilvitnunni inn í. Tilvitnanirnar fann ég á netinu og þýddi, setti upp í word og prentaði út. Þegar þær eru komnar inn í kökuna brutu við hana varlega saman og settum á hvern disk.

Við hjá Skeggja óskum ykkur farsældar á nýju ári og þökkum fyrir samfylgdina á því gamla 🙂

Magga, Stína og Steinunn

Forsíðumynd Marisol Benitez on Unsplash

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.