Þessi græni

Við gætum jafnvel kallað hann Grinch en það er nú víst þannig að það er ekki hægt að lifa á smákökum, konfekti og jólasteikum…því miður!

Ég hef aldrei verið mikið í þessum grænu, aldrei stokkið á þann vagn. Er nefnilega svoldið meira fyrir það fyrr upptalda. En þessi kom skemmtilega á óvart og er bara ansi góður. Kostirnir við hann eru svo eftirtaldir:

  • Mangó er mjög ríkt af C og A vítamíni og er einnig gott fyrir meltinguna
  • Ananas er trefjaríkt og þar með gott fyrir meltinguna, ásamt því að vera mjög andoxunarríkt. Það getur einnig eflt ónæmiskerfið og verið bólgueyðandi.
  • Spínat er einfaldlega ofurfæða og innheldur mikið af K vítamíni (gott fyrir beinin). Þá er það líka ríkt af A og C vítamínum og einnig fólínsýru, járni og magnesíum…svo eitthvað sé nefnt.
  • Hörfræ innihalda mikið af Omega 3 fitusýrum og einnig eru þau sneisafull af alls konar vítamínum; járni, zinki, E vítamíni og kalki.

Trölli

1 lúka af frosnu spínati

1/2 banani (frosinn eða ferskur)

1 bolli af frosnu mangói og ananas (ég set bæði en hægt er að nota bara annað hvort ef vill)

1 kúfuð teskeið af muldum hörfræum

Dass af sítrónusafa

1 bolli af möndlumjólk (má líka nota vatn eða aðra tegund af mjólk)

Allt sett í blandara og blandað vel saman. Athugið að mælieiningarnar eru bara til viðmiðurnar, best er að purfa sig bara áfram 🙂

*Photo by Elianna Friedman on Unsplash

Eftir gott glas af þessum er svo hægt að halda áfram í jólagómsætinu með betri samvisku.

Eigið góðan dag!

Magga

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.