Hér koma uppskriftirnar sem við deildum í Stundinni í nóvember. Þessar tvær eru dásamlega góðar og hátíðlegar.
Hunangsterta

2 dl vatn
2 ¼ dl sykur
2 ¼ dl sýróp
*Hitað saman í potti, brætt saman (ekki soðið). Mesti hitinn er látinn rjúka úr þess og þá er bætt við ½ tsk af engifer.
1 tsk. kanill
2 egg
*Kanil og egg hrært vel saman og blöndunni hrært varlega saman við sykurinn, vatnið og sýrópið.
350 gr. hveiti
1 tsk. matarsódi
*Þurrefnunum blandað við eggjablönduna og blandað varlega saman. Deigið sett í 2 hringform eða skúffuform. Bakað í u.þ.b. 20 mín. við 180°
Kremið
125 gr smjörlíki
1 eggjarauða
½ tsk rommdropar
½ tsk vanilludropar
*Hrært vel saman og smurt á milli botnanna. Hægt er að kljúfa botnanna og fá þannig 4 laga tertu. Einnig er gott að smyrja þunnu lagi af apríkósusultu á botnanna áður en kremið er sett á. Að lokum er tertan hjúpuð með 120 gr. af suðusúkkulaði sem búið er að láta bráðna. Gott er að geyma tertuna í kæli á meðan súkkulaðihjúpurinn storknar.
Sýrópsterta

400 gr. smjörlíki
300 gr. sykur
400 gr. sýróp (ein dós Lyle´s eru 445 gr.)
1 kg. hveiti
3 egg
3 tsk. hjartarsalt
1 tsk. negull
1 tsk. kanill
1 tsk. engifer
2 tsk. kakó
Smjörlíki og sykur hrært ljóst og létt. Eggin sett út í, sýrópið sett á eftir og kryddin. Hrært rólega saman. Hveitið sigtað saman við ásamt hjartarsaltinu og allt hnoðað saman. Venjuega þarf að bæta dálitlu af hveiti þegar deigið er hnoðað. Látið standa í kæli yfir nótt. Vigtað og skipt í 4 hluta og hver hluti rúllaður út á eina ofnplötu. Gott er að festa smjörpappír á ofnplöturnar með því að spreyja Pam spreyi á ofnplöturnar og leggja smjörpappírinn ofan á. Þá ætti að vera auðvelt að fletja deigið út á pappírnum á plötunni, ágætt að hafa hveiti við hendina og sáldra létt undir og yfir eftir þörfum.
Bakað við 180° í u.þ.b. 10 mínútur.
Kremið
350 gr. mjúkt smjörlíki
700 gr. flórsykur
2 egg
2 mtsk. vanilludropar
Allt þeytt vel saman.
Kremið sett á fyrstu plötuna, rabarbarasulta á næstu og svo aftur krem þar á eftir. Skorið niður í lagtertubita, álpappír utan um og geymt í kæli.
Verði ykkur að góðu!