Fjölskyldan,  Jólin

Fjórði í aðventu

Fjórði sunnudagur í þessari aðventu sem vissulega er með öðru sniði en vanalega. Það er minna um hittinga og mannamót og þeir fáu hittingar sem verða þessa dagana eru skyggðir af óttanum við að smit komi upp. En…það er engu að síður jólalegt um að litast, hátíðarblær farinn að leggjast yfir og falleg vetrarsólin minnir á sig hér og þar…og eftir morgundaginn sigrar ljósið myrkrið og dag fer að lengja aftur.

Hér á bæ er þessum sunnudegi eytt í jóladúllerí og piparkökubakstur. Kertaljós í glugga og dásamlegur ilmur í loftinu. Jólatréið komið upp og bíður þess að bræður skreyti það. Athyglinni er beint að því sem við eigum og það sem við getum gert.

Eigið ljúfan dag,

Magga

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *