• Fjölskyldan,  Lífið,  Útivera

    Helgarplönin

    Fimmtudagur og ekki seinna vænna að byrja að plana helgina. Um síðustu helgi fórum við í bíltúr upp í Hvalfjörð og stoppuðum við Hvalfjarðareyri. Þar er frábært að stoppa og ganga út að vitanum, skoða krabba, tína steina og vonast jafnvel til að sjá eins og einn Baggalút. Við eyddum góðri stund á eyrinni og héldum svo áfram för okkar inn fjörðin. Hvalfjörðurinn er stundum svolítið gleymdur en þar eru fullt af fallegum perlum sem vert er að skoða. Í þetta sinnið stefndum við að sundlauginni á Hlöðum. Fyrirtakssundlaug sem er í sama húsi og Hernámssetrið. Þangað væri gaman að koma í næstu fjölskylduferð, kíkja á safnið og fá sér…

  • Lífið

    Rútínan

    Það er eitthvað notalegt við það þegar rútínan dettur í gang aftur eftir sumarfrí. Og þetta segi ég eiginlega mér þvert um geð…af því að ég er fyrst og fremst sumar manneskja og elska sumarfríin. Að þurfa ekki að láta klukkuna stjórna og jafnvel gleyma hvaða vikudagur er. En allt hefur sinn tíma og kannski er það einmitt það góða við þetta; að þetta er takmarkaður tími og svo dettum við aftur í gömlu góðu rútínuna. Reglulegur svefn, hollara mataræði….börnin farin að sofa fyrir miðnætti og allt það 🙂 Þessi tími hefur ákveðin sjarma og fullt af tækifærum. Nú er tíminn til að dusta rykið af dagbókinni og setja sér…