Bananabrauð
Þegar bananar verða gamlir er upplagt að nýta þá í bananabrauð. Ég hef lengi leitað af góðum uppskriftum og kannski fleiri möguleikum heldur en bara bananabrauð. Ég fékk þessa uppskrift fyrir rétt rúmum tuttugu árum og hef alltaf gripið í hana af og til en hún inniheldur mikið magn af sykri og hef ég því prófað mig áfram og minnkað sykurinn og hef ekki fundið mun á því.
Bananabrauð
- 1 egg
- 80 gr. sykur (upprunalegt 150 gr.)
- 2 þroskaðir bananar
- 250 gr. hveiti
- 1/2 tsk. matarsódi
- 1 tsk. salt
Aðferð: Þeytið eggin og bætið svo við sykrinum. Merjið bananana og hrærið saman við. Blandið saman þurrefninu saman við og bakið í 180gráður í ca 1klst.
Það kemur fyrir að ég reyni að finna eitthvað annað sem ég get gert úr bönununum til tilbreytingar og ég fann hérna tvær hugmyndir sem hafa gefið vel á mínu heimili. Sonur minn hleypur inn í eldhús þegar ég gríp í þessar uppskriftir og verður alsæll.
Banana og hafra pönnukökur
- 1 bolli heilhveiti
- 1 bolli hafrar
- 1 msk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 1 tsk kanil
- 1 egg
- 1 vel þroskaður banani
- 1 1/2 bolli mjólk (möndlumjólk)
Aðferð: Blanda þurrefnum saman, bæta egginu, banananum og mjólkinni við. Hita pönnuna og stekja upp úr t.d. kókósolíu eða olíu af eigin vali.
Það síðasta sem hef upp á að bjóða með banana kom verulega á óvart og við höfum gert nokkuð oft.
Banana og appelsínukúlur
- 1 banani (stappaður)
- 1/4 bolli appelsínusafi
- 1 bolli haframjöl
Aðferð: Hitið ofninn í 170 gráður. Blandið bananann og appelsínusafann vel saman og bæta svo við haframjölinu. Búið til ca. 16 kúlur og bakið í um 10 mín. Látið kólna og njóta.
Verði ykkur að góðu