• Heimilið

  Föstudagsinnblástur

  Litríkt, fallegt, hlýlegt, hrátt og töff. Heimili Andreu de Groot frá Hollandi er allt þetta og meira til. Andrea vinnur sem bloggari, instagrammari og eitthvað sem kallast “content creator”. Hér með er óskað eftir góðri þýðingu á því orði. Stíll Andreu er persónulegur og ber þess merki að hún elti ekki trendin heldur fylgi hjartanu í því sem henni finnst fallegt. Nokkuð ber á vintage munum og fallegum myndum á veggjum. Plönturnar eru einnig ríkjandi og saman myndar þetta allt fallega og heimilislega heild. Andrea de Groot er með instagram reikning og hægt er að smella hér til að fara beint á hann. Einnig er hún með heimasíðuna Living hip,…

 • Matur

  Enskar skonsur

  Í framhaldi af póstinum okkar um síðdegisteið kemur hér uppskriftin af skonsunum sem við buðum upp. Það var búið að vera lengi á listanum að baka ekta enskar skonsur en einhvern veginn hafði aldrei orðið úr því. Þetta var því fínt tilefni til að spreyta sig í skonsubakstri. Útkoman lukkaðist svona líka vel og ég held ég haldi mig bara við þessa uppskrift; skonsurnar eru mjög léttar og loftkenndar og afar bragðgóðar. Innihald 2 bollar hveiti 2/3 bollar mjólk 1/4 bollar sykur 85 gr. ósaltað smjör 4 tsk. lyftiduft 1/2 tsk salt 1 stórt egg Aðferð Stilltu ofninn á 210 gr. Blandaðu hveiti, lyftidufti, sykri og salti saman í skál.…

 • Lífið,  Matur

  Afternoon tea

  Afternoon tea er siður sem á rætur sínar að rekja til sjöundu hertogaynjunnar af Bedford, Önnu Russel, til ársins 1840. Á þessum tíma var vaninn að snæða hádegisverð um hádegisbilið og kvöldverðinn seinnipartinn, oftast áður en dimmdi of mikið. Með tilkomu betri ljósgjafa var kvöldmaturinn hins vegar allt í einu ekki háður rökkurfallinu og því lengdist bilið á milli þessara tveggja málsverða. Anna Russel átti því til að vera orðinn frekar svöng um síðdegið og tók upp á því að láta senda sér te, samlokur og eitthvað sætmeti upp í herbergi til sín….nokkurs konar síðdegis snarl. Þegar Anna brá sér svo til hirðarinnar hélt hún þessari venju sinni og annað…