• Fjölskyldan,  Hrekkjavaka,  Matur

  Hrekkjavökuhugmyndir

  Í dag hefjast vetrarfrí í flestum skólum í höfuðborginni og svo vill svo skemmtilega til að hrekkjavaka er á næsta leyti. Hér koma tvær góðar hugmyndir fyrir þá sem vilja byrja þjófstarta hrekkjavökugleðinni. Hauskúpa Hér þarf bara stórt brauðbretti og fullt af hvítu nammi eða snakki. Við notuðum litlar hrískökur, poppkorn, djúpur, krítar, hvítar fílakúlur og bara það sem okkur datt í hug…bara ef það var hvítt. Í augu,nef og munninn notuðum við svo súkkulaði. Svo er bara að raða þessu upp svo hauskúpa myndist. Best er að byrja á augunum, nefinu og munninnum og raða hinu svo í kring. Einföld og skemmtileg hugmynd á hrekkjavöku-veisluborðið. jkjkjkj Nornakústar Þessir krúttlegu…

 • Matur

  Brauðbollur

  Ég rakst á þessa uppskrift af brauðbollum þar sem ég var að fletta í gegnum ósorteraða uppskriftahauginn. Uppskriftin kemur úr skóla yngri sonarins og við deildum henni hér í den á gamla blogginu okkar systra. Þar sem bollurnar voru svona líka góðar og einfaldar ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni…og gömlu myndunum sem voru teknar af litla bakaradrengnum sem þá var sjö ára en nú er orðinn 14 ára (og á kannski eftir að heimta að móðirin taki þær út). Sagan á bak við uppskriftina er sú að sonurinn kom heim með þær úr skólanum og þar sem mamman var svo ánægð með baksturinn bað hann sérstaklega um uppskriftina…

 • Matur

  Ljúffengur pastaréttur

  Dóttir mín er snillingur í eldhúsinu og hefur gaman af því að prufa nýja rétti. Þessi réttur hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur og er mikið eldaður enda bæði auðveldur og mjög bragðgóður. Innihald: 4-6 meðalstórir tómatar 3-5 hvítlauksrif ólífuolía salt Pasta Byrjið á því að skera hvítlaukinn niður í litla bita og steikið á pönnu upp úr olífulíu. Þegar laukurinn er farin að brúnast, setjið þá niður skorna tómatana á pönnuna og látið krauma saman í 10- 15 mín. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka og bætið úti. Við notum ofast pasta penne í þennan rétt en aðalatriðið er að nota bara það pasta sem manni finnst best.…

 • Matur

  Toblerone smákökur

  Þessar smákökur með ísköldu mjólkurglasi er bara kombó sem erfitt er að hafna. Þær eru tilvaldar í helgarbaksturinn eða til að henda í eftir skóla með svöngu smáfólki. Framkvæmdin er líka svo einföld að smáfólkið getur hjálpað til 🙂 Það sem þú þarft: 120 gr. mjúkt smjör 125 gr. sykur 150 gr. púðursykur 1 tsk. vanillusykur 1/2 tsk. salt 1 egg 175 gr. hveiti 1 tsk. hveiti 1/2 tsk. matarsódi 150 gr. toblerone, saxað Aðferð: Hrærðu saman smjör við sykur, púðursykur, vanillusykur og salt. Bættu egginu við og hrærðu vel saman. Settu hveitið, lyftiduftið og matarsódann saman við. Fínt að nota krókinn hér. Að lokum seturðu toblerone-ið saman við og…

 • Matur

  Bananabrauð

  Þegar bananar verða gamlir er upplagt að nýta þá í bananabrauð. Ég hef lengi leitað af góðum uppskriftum og kannski fleiri möguleikum heldur en bara bananabrauð. Ég fékk þessa uppskrift fyrir rétt rúmum tuttugu árum og hef alltaf gripið í hana af og til en hún inniheldur mikið magn af sykri og hef ég því prófað mig áfram og minnkað sykurinn og hef ekki fundið mun á því. Bananabrauð 1 egg 80 gr. sykur (upprunalegt 150 gr.) 2 þroskaðir bananar 250 gr. hveiti 1/2 tsk. matarsódi 1 tsk. salt Aðferð: Þeytið eggin og bætið svo við sykrinum. Merjið bananana og hrærið saman við. Blandið saman þurrefninu saman við og bakið…

 • Heilsa,  Matur

  Morgunverðarþeytingur

  Þessi drykkur er eins og sumar í glasi og er stúttfullur af hollustu. Uppskrift: 2 dl. möndlumjólk 1 dl. frosið mango 1 lúka frosin eða fersk bláber 1 væn lúka ferskt eða frosið spínat 1 msk hampfræ 1 msk möndlur 1/4 tsk kanil 1/4 tsk túrmerik 1/4 tsk engifer 1 tsk. feel iceland collagen Stundum set ég eina mæliskeið af próteini ef ég er að koma af æfingu eða á leið á æfingu. Þessu er öllu blandað saman í blandara og borðað með skeið, hann á að vera þykkur og góður eins og grautur. Einhverju sinni las ég þá speki frá næringafræðingi að við ættum að borða drykkinn okkar og…

 • Matur

  Rabarbarakaka

  Amma mín, sem er að detta í nírætt í júlí, er snillingur í að gera rabarbarasultu. Hún hefur reynt að kenna mér aðferðina en afraksturinn var frekar gúmmíkenndur. Kannski verð ég búin að ná þessu þegar ég verð níræð. En hún sagði mér líka að fyrsta uppskera sumarsins væri bestur í kökur og sá tími er runninn upp. Og hvað undirstrikar júníbyrjun meira en fyrsta uppskeran af rabarbara? Hér kemur uppskrift að einfaldri rabarbaraköku. Uppskriftin kemur upphaflega af síðunni Búkonan. Ég hef notað hana lengi og hún klikkar aldrei. Í þetta skipti bætti ég snickers við og það steinlá. Snickers 2 stk Rabarbari, magn fer eftir formi, botnfylli200 g brætt…

 • Matur

  Enskar skonsur

  Í framhaldi af póstinum okkar um síðdegisteið kemur hér uppskriftin af skonsunum sem við buðum upp. Það var búið að vera lengi á listanum að baka ekta enskar skonsur en einhvern veginn hafði aldrei orðið úr því. Þetta var því fínt tilefni til að spreyta sig í skonsubakstri. Útkoman lukkaðist svona líka vel og ég held ég haldi mig bara við þessa uppskrift; skonsurnar eru mjög léttar og loftkenndar og afar bragðgóðar. Innihald 2 bollar hveiti 2/3 bollar mjólk 1/4 bollar sykur 85 gr. ósaltað smjör 4 tsk. lyftiduft 1/2 tsk salt 1 stórt egg Aðferð Stilltu ofninn á 210 gr. Blandaðu hveiti, lyftidufti, sykri og salti saman í skál.…

 • Lífið,  Matur

  Afternoon tea

  Afternoon tea er siður sem á rætur sínar að rekja til sjöundu hertogaynjunnar af Bedford, Önnu Russel, til ársins 1840. Á þessum tíma var vaninn að snæða hádegisverð um hádegisbilið og kvöldverðinn seinnipartinn, oftast áður en dimmdi of mikið. Með tilkomu betri ljósgjafa var kvöldmaturinn hins vegar allt í einu ekki háður rökkurfallinu og því lengdist bilið á milli þessara tveggja málsverða. Anna Russel átti því til að vera orðinn frekar svöng um síðdegið og tók upp á því að láta senda sér te, samlokur og eitthvað sætmeti upp í herbergi til sín….nokkurs konar síðdegis snarl. Þegar Anna brá sér svo til hirðarinnar hélt hún þessari venju sinni og annað…

 • Matur

  Parmesan brauðið hans Hauks

  Það eru komin nokkur ár síðan ég rakst á matreiðslubók eftir Leilu Lindhom á ferðalagi í Stokkhólmi. Nú á ég tvær og held mikið upp á báðar. Ein af uppskriftunum sem hefur verið mikið notuð er af ítölsku focaccia brauði sem afar einfalt er að gera. Yngri sonurinn heldur mikið upp á þetta brauð…ef það er parmesan ostur á því. Hann er ekki eins spenntur þegar ég set rauðlauk, ólífur eða tómata á það 🙂 Uppskriftin er afar einföld og það er skemmtilegt að vinna með þetta degi. Svo er hægt að setja hvað sem er ofan á: rauðlauk, papriku, ólífur, rósmarín, kartöflur og geitaost, kirsuberjatómata… Nú er hann farinn…