• Lífið,  Útivera

  Haustverkin í garðinum

  Haustverkin í garðinum geta verið þó nokkur og mig langar til þess að deila með ykkur eitthvað af því sem ég geri bæði til þess að njóta uppskerutímans sem haustið er og einnig til að undirbúa garðinn minn fyrir veturinn. Gróðursetning haustlauka. Mér finnst mjög gaman að setja niður haustlauka, en í stað þess að setja þá niður í beð eins og ég gerði alltaf áður, þá finnst mér skemmtilegast að setja þá þétt í blómapott. Það kemur mjög fallega út á vorin. Fræsöfnun, ég safna allskonar fræjum, t.d. af vatnsberum, trjám og þeim sumarblómum sem mig langar að rækta næsta ár. Þær tegundir sumarblóma sem auðvelt er að safna…

 • Fjölskyldan,  Lífið,  Útivera

  Helgarplönin

  Fimmtudagur og ekki seinna vænna að byrja að plana helgina. Um síðustu helgi fórum við í bíltúr upp í Hvalfjörð og stoppuðum við Hvalfjarðareyri. Þar er frábært að stoppa og ganga út að vitanum, skoða krabba, tína steina og vonast jafnvel til að sjá eins og einn Baggalút. Við eyddum góðri stund á eyrinni og héldum svo áfram för okkar inn fjörðin. Hvalfjörðurinn er stundum svolítið gleymdur en þar eru fullt af fallegum perlum sem vert er að skoða. Í þetta sinnið stefndum við að sundlauginni á Hlöðum. Fyrirtakssundlaug sem er í sama húsi og Hernámssetrið. Þangað væri gaman að koma í næstu fjölskylduferð, kíkja á safnið og fá sér…

 • Fjölskyldan,  Lífið,  Útivera

  Náttúran bíður…

  Fyrir ekki svo mörgum árum var ég haldin þeirri ranghugmynd að ekkert væri hægt að gera á Íslandi. Að það hlyti að vera betra alls staðar annars staðar í heiminum. Sem betur fer læknaðist ég af þessum kvilla og kann heldur betur að meta landið mitt og það sem það hefur að bjóða. Það getur verið að þessi hugarfarsbreyting hafi komið til með aldrinum og því að ég leita meira í öðruvísi afþreyingu en ég gerði áður. En það getur líka verið að þetta sé einmitt bara það; hugarfarsbreyting. Að taka meðvitaða ákvörðun að vera ánægður þar sem maður er…að blómstra þar sem manni var stungið niður. Að vera ánægð…

 • Fjölskyldan,  Jólin,  Lífið,  Útivera

  Samvera

  Þau geta verið mörg verkin sem dúkka upp í desember og kona getur óvart endað í geymslutiltekt…þegar hún í sakleysi sínu álpaðist inn í geymsluna til að ná í smá jólaskraut. Og verandi sú sem hún er endaði þetta með því að kjallarinn er á hvolfi; geymsludót á rúi og stúi, stafli af dóti sem er á leið á í Sorpu/Góða hirðinn og búið að rífa upp úr jólakössunum. Þegar staðan er svona læðist stressið aðeins að, þrátt fyrir yfirlýst markmið um stresslausan mánuð. Jólin koma nú samt og allt það….en þegar heimilið er svona er erfitt að finna friðinn. Sunnudagurinn stefndi því í að fyrrnefnd kona yrði með hausinn…

 • Lífið,  Útivera

  Strá

  Einn fallegan síðsumardag fórum við í bíltúr austur fyrir fjall. Markmiðið var að næla okkur í melgresi. Melgresi vex í sendnum jarðvegi og má til dæmis finna á strandlengjunni á milli Þorlákshafnar og Eyarbakka.