• Fjölskyldan,  Jólin,  Lífið,  Útivera

  Samvera

  Þau geta verið mörg verkin sem dúkka upp í desember og kona getur óvart endað í geymslutiltekt…þegar hún í sakleysi sínu álpaðist inn í geymsluna til að ná í smá jólaskraut. Og verandi sú sem hún er endaði þetta með því að kjallarinn er á hvolfi; geymsludót á rúi og stúi, stafli af dóti sem er á leið á í Sorpu/Góða hirðinn og búið að rífa upp úr jólakössunum. Þegar staðan er svona læðist stressið aðeins að, þrátt fyrir yfirlýst markmið um stresslausan mánuð. Jólin koma nú samt og allt það….en þegar heimilið er svona er erfitt að finna friðinn. Sunnudagurinn stefndi því í að fyrrnefnd kona yrði með hausinn…

 • Jólin,  Lífið

  Hvít eða rauð jól

  Það styttist í jólin. Jólin eru hjá flestum hátíð ljóss og friðar. Jólin eru líka erfiður tími hjá sumum en flestir ná að gleðjast og eiga góðar stundir. Það er alltaf svolítið skemmtileg umræða finnst mér sem hefst rétt fyrir jólin og snýst hún helst um hvort jólin verði rauð eða hvít? Þessi umræða á oftar en ekki við um höfuðborgarsvæðið því önnur svæði landsins eru nú gjarnan hvít á þessum árstíma. Mér datt í hug núna um daginn þegar ég stóð í eldhúsinu að jólin mín eru bæði hvít og rauð. Eins og gerist með árunum breytist smekkur manns og síðustu fjögur ár hef ég skipt út sumu af…

 • Jólin,  Lífið

  Óskalistinn minn

  Það er alltaf gaman að láta sig dreyma og það breytist ekkert með aldrinum. Alveg síðan ég man fyrst eftir mér hefur mér fundist svo gaman að skoða bæklinga, búðarglugga og síðar að vafra um í netheimum. Að láta mig dreyma um fallega hluti. Núna þegar jólin nálgast er stundum verið að spyrja út í gjafahugmyndir og þá er sniðugt að hafa bara listann tilbúinn og láta sig svo deyma um að það komi kannski eitthvað af því upp úr pakkanum á aðfangadag. Látum okkur dreyma Stína *forsíðumynd: Photo by Mel Poole on Unsplash

 • Jólin,  Lífið

  Tilboðshelgi

  Skeggi tekur þátt í svörtum föstudegi og rafrænum mánudegi og hvetur fólk til að versla heima í stað þess að fara í búðirnar…út af doltnu…þið vitið 😉 Á meðan ástandið er svona er langbest að klára innkaupin öruggur heima. Við bjóðum 20% afslátt á öllum plakötum í vefverslunni okkar og einnig af jóladagatalinu okkar Beðið eftir jólunum. Og svo bjóðum við upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Tilboðin gilda út mánudaginn 30. nóvember. Sýnishorn af plakötunum okkar, þau koma í nokkrum stærðum. Smelltu hér til að fara í vefverslunina. Jóla- og aðventudagatalið Beðið eftir jólunum kom fyrst út fyrir fimm árum og vakti mikla lukku. Dagatalið býður upp á ýmiskonar…

 • Heilsa,  Jólin

  Ilmur jólanna

  Hvaða lykt tengir þú við jólin? Það er rosalega mismunandi hvað fólk tengir við jólin og sumum finnst hreint og beint skrítið að þér finnist lyktin af glænýjum rauðum eplum og glænýjum appelsínum vera besta jólalykt ever! Það á kannski á ekki við mína kynslóð en ég man að foreldrar mínir töluðu mikið um það að þetta væri þeirra uppáhalds jólalykt. Því þó þau séu nú kannski ekki alveg ævaforn þá var það þannig á þeirra tíma að þetta tvennt, rauð epli og appelsínur fengust bara á jólatíma. Hugsið ykkar það! Þegar jólin voru að ganga í garð var ekkert betra en að koma inn til ömmu Lóu og finna…

 • Jólin,  Matur

  Eplakaka með appelsínusafa

  Það er svo skemmtilegt að baka eplakökur. Þær eru oftast einfaldar og fljótlegar í gerð og þessi er engin undantekning á því. Það hentar auðvitað mjög vel ef maður kemur heim og langar í eitthvað gott og fjótlegt með kaffinu. Þá er þess ekki lengi að bíða þar til þessi er tilbúin. Það skemmtilega við eplakökur er að eplunum má í flestum tilfellum skipta út fyrir aðra ávexti. Ég skipti þeim stundum út fyrir bláber, rabarbara eða perur og það hefur alltaf komið vel út. Eina sem þarf að passa er að rabarbarinn er mikið súrari þannig að það er gott að strá extra kanilsykri eða bara kanil yfir rabarbarann…

 • Jólin,  Lífið

  Aðventukrans

  Aðventukransar eru ómissandi partur af aðventunni og hafa verið til allt frá miðöldum. Hefðin barst til Íslands frá Danmörku og upphafllega voru kransarnir notaður til skreytinga í verslunargluggum en fljótlega voru kransar komnir á flest heimili. Kertin fjögur í kransinum hafa hvert sitt nafn; Spádómakertið, Betlehemskertið, Hirðakertið og Englakertið. Hinn hefðibundin krans er skreyttur með greni og ýmsu skrauti og margir búa kransinn til sjálfir. Það einfaldar hlutina hins vegar töluvert að hægt er að kaupa marga fallega aðventustjaka og bakka þar sem ekkert þarf að gera nema setja falleg kerti og hugsanlega smá skraut. Við kíktum á nokkra staði til að fá innblástur fyrir aðventukransinn okkar. Kransarnir í blómabúðinni…