• Jólin,  Matur

  Vanillukransar

  Við systur ákváðum að prufa nýja uppskrift af vanillukrönsum þetta árið. Gamla uppskriftin frá mömmu stendur samt alltaf fyrir sínu en það er líka gaman að prufa eitthvað nýtt. Helsti munurinn er sá að í þessari eru hakkaðar möndlur og komu þær bara vel út. Uppskriftina fengum við á síðu Bo Bedre og þar er hún titluð sem hvorki meira né minna en heimsins bestu vanillukransar. Þið getið smellt á Bo Bedre linkinn ef þið viljið lesa dönsku uppskriftina. En hér kemur hún á íslensku: Þetta þarftu: 175 gr. sykur 200 gr. mjúkt smjör 1 egg 250 gr. hveiti 75 gr. möndlur 1 vanillustöng *** Svona gerir þú: Möndlurnar eru…

 • Heilsa,  Jólin,  Matur

  Þessi græni

  Við gætum jafnvel kallað hann Grinch en það er nú víst þannig að það er ekki hægt að lifa á smákökum, konfekti og jólasteikum…því miður! Ég hef aldrei verið mikið í þessum grænu, aldrei stokkið á þann vagn. Er nefnilega svoldið meira fyrir það fyrr upptalda. En þessi kom skemmtilega á óvart og er bara ansi góður. Kostirnir við hann eru svo eftirtaldir: Mangó er mjög ríkt af C og A vítamíni og er einnig gott fyrir meltinguna Ananas er trefjaríkt og þar með gott fyrir meltinguna, ásamt því að vera mjög andoxunarríkt. Það getur einnig eflt ónæmiskerfið og verið bólgueyðandi. Spínat er einfaldlega ofurfæða og innheldur mikið af K…

 • Jólin,  Matur

  Jólabakstur

  Hér koma uppskriftirnar sem við deildum í Stundinni í nóvember. Þessar tvær eru dásamlega góðar og hátíðlegar. Hunangsterta 2 dl vatn 2 ¼ dl sykur 2 ¼ dl sýróp *Hitað saman í potti, brætt saman (ekki soðið). Mesti hitinn er látinn rjúka úr þess og þá er bætt við ½ tsk af engifer. 1 tsk. kanill 2 egg *Kanil og egg hrært vel saman og blöndunni hrært varlega saman við sykurinn, vatnið og sýrópið. 350 gr. hveiti 1 tsk. matarsódi *Þurrefnunum blandað við eggjablönduna og blandað varlega saman. Deigið sett í 2 hringform eða skúffuform. Bakað í u.þ.b. 20 mín. við 180° Kremið 125 gr smjörlíki 1 eggjarauða ½ tsk…

 • Jólin,  Lífið

  Innblástur

  Það er merkilegt hvað getur dottið inn á radarinn og oft er það jafnvel eitthvað sem þú hefðir ekki litið við fyrir nokkrum vikum… Þessa dagana er ég með æði fyrir messing og brass kertastjökum. Langar helst að eiga þó nokkra af þeim, helst gamla og í alls konar stærðum. Spurning um að fara að leita slíka uppi á nytjamörkuðunum…. Magga *forsíðumynd frá Hannes Mauritzson

 • Fjölskyldan,  Jólin

  Fjórði í aðventu

  Fjórði sunnudagur í þessari aðventu sem vissulega er með öðru sniði en vanalega. Það er minna um hittinga og mannamót og þeir fáu hittingar sem verða þessa dagana eru skyggðir af óttanum við að smit komi upp. En…það er engu að síður jólalegt um að litast, hátíðarblær farinn að leggjast yfir og falleg vetrarsólin minnir á sig hér og þar…og eftir morgundaginn sigrar ljósið myrkrið og dag fer að lengja aftur. Hér á bæ er þessum sunnudegi eytt í jóladúllerí og piparkökubakstur. Kertaljós í glugga og dásamlegur ilmur í loftinu. Jólatréið komið upp og bíður þess að bræður skreyti það. Athyglinni er beint að því sem við eigum og það…

 • Fjölskyldan,  Jólin

  Spilajól – Síðari hluti

  Nú fer heldur betur að styttast í jólin og ekki seinna vænna en að fara að ganga frá jólagjöfunum, ef það er ekki nú þegar búið. Í fyrri hluta þessa jólaspilalista safnaði ég saman nokkrum barna- og fjölskylduspilum en hér held ég áfram að bæta í sarpinn og þyngja spilin aðeins. Vonandi finna allir hér eitthvað við sitt hæfi. L.A.M.A. er einfalt kortaspil sem hefði eiginlega átt heima á fyrri listanum hjá mér. Spilið er fyrir 2-6 leikmenn, 8 ára og eldri. Í L.A.M.A. eru leikmenn að reyna að losna við öll spil af hendi á undan öðrum leikmönnum. Spil á hendi í lok umferðar teljast sem mínus og verst…

 • Jólin,  Matur

  Jólaísinn

  Ég dreif mig í að gera jólaísinn, gott að nýta allar rauðurnar úr lakkrístoppa gerðinni. Ég hef nú ekki gert ís öll jól, það stendur misvel á hvað varðar tíma og annað og mér hefur sem betur fer lærst á síðustu jólum að þau koma þau ekki sé allt fullkomið og þó að ekki hafi náðst að þrífa eða baka það sem hefðin krefur. Reyndar fer ég ekki í stórþrif á innréttingum og veggjum og fleiru eins og mæður okkar og ömmur gerðu hér á árum áður heldur nota allt árið í það að þrífa það sem þarf hverju sinni. En aftur að jólaísnum. Ég sendi út í kosmósið fyrir…

 • Jólin,  Matur

  Lakkrístoppar

  Ég baka toppa á hverri aðventu. Ég er búin að prófa allskonar útgáfur af þeim en enda alltaf aftur í lakkrís toppunum. Mér finnst þeir bestir og verð minnst leið á þeim þegar líður á að skammturinn klárist. Ég hef prófað tromp toppa, þrista toppa, turkispebber toppa og toppa með piparfylltum lakkrísreimum. Ég er alltaf með sömu grunn uppskriftina nema í þrista toppunum, þá sleppti ég rjómasúkkulaðinu. Ég hef alltaf verið í vandræðum með að fá toppana mína til að vera eiginlega toppa, þeir verða alltaf flatir að minnsta kosti síðustu tvær plöturnar. Fyrstu árin mín (sennilega alveg 15) sem ég var í búskap bræddi ég líka úr nokkrum handþeyturum …

 • Fjölskyldan,  Jólin,  Matur

  Snjókarlar í baði

  Það er svo notalegt að koma heim eftir að hafa verið úti í vetrarkuldanum og fá sér heitt súkkulaði. Það kemur mörgum á óvart hversu auðvelt það er að útbúa ekta heitt súkkulaði. Áður fyrir fannst mér það vera svo flókið ferli og gerði það ekki oftar en einu sinni eða tvisvar á ári. Núna er það hinsvegar gert einu sinni til tvisvar í mánuði að meðaltali. Um daginn fékk dóttir mín að hafa kósíkvöld með nokkrum bekkjarsystrum sínum. Þegar þær voru búnar að vera úti í garði að leika um stund komu þær inn kátar en kaldar. Þær báðu því um heitt súkkulaði og vildu svo að föndra. Einhverra…

 • Fjölskyldan,  Jólin,  Lífið

  Piparkökuhús

  Að skreyta piparkökuhús er hjá mörgum ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Ilmurinn sem fylgir er ómótstæðilegur og húsin sjálf minna á ævintýri barnæskunnar. Við höfum oft búið til eigin hús og límt saman í gegnum tíðina…og oftar en ekki láku þau stuttu síðar í sundur eða hrundu. Og það langar kannski engum til að hafa hús sem lítur út fyrir að hafa lent í suðurlandsskjálftanum. Þegar við sáum að hægt er að kaupa samsett eða ósamsett piparkökuhús í Björnsbakarí vorum við ekki lengi að drífa okkur þangað. Húsin er dásamleg með háum fallegum skorsteini og það besta við þau er að þau eru bökuð hér heima, það er stutt síðan þau…