• Fjölskyldan,  Heilsa,  Lífið

  Að ræða kynlíf og kynheilbrigði við börnin okkar

  Það er mikilvægt að við ræðum um kynlíf og kynheilbrigði við börnin okkar. Ekki síður en almennt hreinlæti, mannasiði, fjármál og margt annað sem við kennum börnunum okkar. Mörgum foreldrum finnst erfitt að setjast niður með unglingnum sínum til að ræða þessi mál og svo sannarlega er þetta eitthvað sem unglingum finnst glatað að ræða við foreldra sína. En samtalið þarf að eiga sér stað og það er heilbrigt að foreldrar og unglingar geti rætt þessi mál sín á milli en séu ekki feimin og börnin pukrist með það sem þau eru að spá í. Foreldrar mega heldur ekki treysta um of á skólakerfið sjái um alla þá fræðslu sem…

 • Heilsa,  Jólin

  Ilmur jólanna

  Hvaða lykt tengir þú við jólin? Það er rosalega mismunandi hvað fólk tengir við jólin og sumum finnst hreint og beint skrítið að þér finnist lyktin af glænýjum rauðum eplum og glænýjum appelsínum vera besta jólalykt ever! Það á kannski á ekki við mína kynslóð en ég man að foreldrar mínir töluðu mikið um það að þetta væri þeirra uppáhalds jólalykt. Því þó þau séu nú kannski ekki alveg ævaforn þá var það þannig á þeirra tíma að þetta tvennt, rauð epli og appelsínur fengust bara á jólatíma. Hugsið ykkar það! Þegar jólin voru að ganga í garð var ekkert betra en að koma inn til ömmu Lóu og finna…

 • Heilsa,  Lífið

  Sunnudagur til sælu

  Sunnudagar eru tilvalnir til að endurnæra sig, gera upp vikuna sem er að líða og byggja sig upp fyrir komandi viku. Flest bíðum við eftir helgunum og erum þá gjarnan búnin að hlaða mikið af verkefnum á helgina. Það sem ekki gafst tími í að framkæma í vikunni skal allt leyst af um helgina. Best væri ef hægt væri að klára öll verkefnin á laugardeginum svo hægt sé að eiga sunnudaginn frjálsan. Það er vissulega mikilvægt að eiga gæðastundir með börnunum sínum og fjölskyldu, en það er líka mikilvægt fyrir okkur sjálf að eiga tíma fyrir okkur. Tíma til núllstilla sig og ýta á pásu í smá stund. Bara til…

 • Heilsa,  Lífið

  Haustið

  Haustið er nýi uppáhalds tíminn minn. Þetta haust sem nú er senn að líða hefur opnað augu mín fyrir hveru frábær þessi árstími er. Sumarið og vorið hafa alltaf verið minn tími og ég hef talið niður dagana þar til ég get farið í ferðalög um landið, skipulagt lautarferði, gönguferðir og byrjað að sá fræjum og byrja að dúllast í sumarblómum. Enda veit ég fátt meira gefandi og skemmtilegt en rækta og stússast í blómum og gróðri almennt. Hérna á Íslandi getur verið varasamt að setja miklar væntingar og plön á sumarið, sérstaklega ef gert er ráð fyrir sól og blíðu í þeim plönum. Sjálf hef ég stundum upplifað stress…

 • Heilsa,  Lífið

  Morgunrútína

  Góð morgunrútína er sögð gera mann glaðari og við verðum afkastameiri þann daginn sem við fylgjum morgunrútínunni. Ávinningur af því að hafa góða morgunrútínu er meðal annars: Það sem þarf að hafa í huga áður en við sköpum okkar eigin morgunrútínu er að hún henti okkur og okkar lífstíl. Ekki taka bara uppskrift að rútínu frá einhverjum öðrum því þá eru meiri líkur á að við gefumst upp ef hún hentar ekki lífstíl. Morgunrútínan á ekki vera of íþyngjandi heldur skemmtileg viðbót við daginn. Samkvæmt kenningunni á góð morgunrútína að innhalda eitthvað sem nærir andann, hjartað, líkamann og hugann. Góð morgunrútína byrjar í raun deginum áður með passa að fá…