• Heilsa,  Lífið

  Smoothies með döðlum og turmerik

  Ég var að prufa mig áfram með drykk og blandaði þá þennan ljúfenga smoothie. Ég samt aðeins að vandræðast með orðið smoothie er ekki eitthvað gott orði yfir það á íslensku ? Innihald í drykknum er: 1 bolli möndlumjólk 1/2 banani 1/2 bolli frosinn bláber helst íslensk aðalbláber 1/2 tsk. túrmerik 1/2 tsk. kanill 1 msk chiafræ 4 mjúkar döðlur Þessu er öllu blandað saman í matvinnsluvél og drukkinn helst ekki með röri samt. Ástæðan fyrir því að ég drekk ekki smoothie með röri er að ég las einhversstaðar að við það að drekka svona drykki fari meltingin framhjá 1. stigi í meltingarferlinu. Þar af leiðandi fer fæðan miklu hraðar…

 • Heilsa,  Lífið

  Bleikur október

  EIns og flestir vita er október mánuður vitundarvakningar um brjóstakrabbamein. Flest þekkjum við einhvern sem hefur fengið brjóstakrabbamein, sigrast á því eða látist af völdum þess. Við hér í Skeggja þekkjum góðar konur sem hafa farið alltof snemma. Okkur langar til að vekja athygli á mikilvægi þess að fara í reglulega brjóstaskoðun. Það tekur afskaplega stuttan tíma, kannski smá bið eftir tíma en skoðunin sjálf gengur hratt fyrir sig. Í tilefni af bleikum október settum við Konu plakatið okkar í antík-bleikan búning og ætlum að láta 50% af söluverðinu renna til Bleiku slaufunnar. “Hin sanna fegurð konu endurspeglast í sálu hennar”. Þessi tilvitun í Audrey Hepburn prýðir plakatið og minnir…

 • Heilsa,  Matur

  Morgunverðarþeytingur

  Þessi drykkur er eins og sumar í glasi og er stúttfullur af hollustu. Uppskrift: 2 dl. möndlumjólk 1 dl. frosið mango 1 lúka frosin eða fersk bláber 1 væn lúka ferskt eða frosið spínat 1 msk hampfræ 1 msk möndlur 1/4 tsk kanil 1/4 tsk túrmerik 1/4 tsk engifer 1 tsk. feel iceland collagen Stundum set ég eina mæliskeið af próteini ef ég er að koma af æfingu eða á leið á æfingu. Þessu er öllu blandað saman í blandara og borðað með skeið, hann á að vera þykkur og góður eins og grautur. Einhverju sinni las ég þá speki frá næringafræðingi að við ættum að borða drykkinn okkar og…

 • Heilsa,  Lífið

  Þakklæti

  Það sem fyllir huga þinn stýrir huga þínum stendur einhvers staðar skrifað. Er þá ekki tilvalið að fylla hugann af þakklæti? Því þrátt fyrir allt höfum við felst svo mikið til að vera þakklát fyrir. Að iðka þakklæti eflir okkur í að taka eftir litlu hlutunum í lífinu. Hlutum sem við erum jafnvel farin að taka sem sjálfsögðum hlutum. Það er hægt að skrifa langan pistil um ávinningin af því að iðka þakklæti og hver veit nema við skrifum slíkan póst fljótlega 😉 En svo þarf þetta ekki alltaf að vera flókið; veittu umhverfinu þínu athygli og staldraðu við hlutina sem gleðja þig – fyrsti kaffibollinn þann daginn, lítill fugl…

 • Heilsa,  Lífið

  Hvað er gua sha?

  Gua sha er lítið nuddtæki úr steini og kemur tækni þessi úr kínverskri læknisfræði. Það hefur verið notað afar lengi til að nudda með og þá sérstaklega að nudda andlitið. Hægt er að fá gua sha í hinum ýmsu orkusteinum og hægt er að lesa sér til um hvaða orku hver kristall hefur og velja sér stein eftir því. Eða bara velja þann sem þér þykir fallegastur 🙂 Best er að nota gua sha á morgnana eða kvöldin og þá helst á hreint andlit sem búið er að bera á t.d. serum, olíu eða eitthvað gott krem. Ávinningurinn af því að nota gua sha er margþættur og helst ber þar…

 • Heilsa,  Lífið

  Heima-jóga

  Ég hef mjög lengi haft áhuga á jóga og hugleiðslu…en ekki verið mjög virk í iðkun. Það hljómar kannski mjög vel að segjast hafa áhuga á þessum málefnum…verra að gera ekkert í því 😉 Þó svo að tíðafarið síðastliðið ár hafi kannski ekki boðið upp á að henda sér á jóganámskeið má finna fullt af flottu efni á netinu….og setja bara upp sitt eigið jóga/hugleiðslu stúdíó. Eins og mín er von og vísa þarf ég alltaf að taka langa atrennu á því að byrja á einhverju en loks hafðist það. Við systur ákváðum að hittast hér heima og taka einn jógatíma saman. Við fundum efni á youtube og notuðumst svo…

 • Heilsa,  Matur

  Hollustuhornið : Basilíka

  Vissir þú að áður fyrr var basilíka merki ástarinnar á Ítalíu? Og að ef pottur með basilíku var settur út í glugga var það merki um að eigandi plöntunnar væri til í ástarfund. Einnig hefur því verið fleygt að basilíkan sé kynörvandi og nafnið yfir plöntunar í Tuscany er einmitt Amorino….eða ástin litla. Ég sel þetta með kynörvandi áhrifin dýrara en ég keypti það en kannski gæti basilíka í innkaupakerru komið í stað ananasins á Seltjarnarnesi? Lækningamáttur basilíkunnar þykir augljós og hún notuð til þess að hreinsa hugann. Hún er rík af andoxunarefnum sem og k vítamíni og kalsíumi. Basilíkan styrkir lifrina og getur haft fyrirbyggjandi áhrif á krabbamein. Þá…

 • Heilsa,  Lífið

  Mánudagsmetnaður

  Mánudagar eru í huga margra leiðinlegir dagar. Þetta er dagurinn sem við þurfum að rífa okkur í gang og framundan er heil vinnu- eða skólavika. Mánudagar í janúar geta verið sérstaklega erfiðir hér á Íslandi, það er bara ekkert sérstaklega spennandi að rífa sig upp í myrkri og kulda. Svo má alveg leiða að því líkum að mánudagar séu ekkert leiðinlegri en aðrir dagar og það sé kannski bara hugarfarið okkar sem er leiðinlegt. Rannsóknir sýna að við séum líklegri til að fylgja eftir og ná þeim markmiðum sem eru sett á mánudegi (eða í byrjun einhvers tímabil) heldur en á öðrum tíma. Einnig hafa aðrar rannsóknir sýnt fram á…

 • Heilsa,  Matur

  Bústnar vegan pönnsur

  Vegna ýmiskonar ofnæmis í fjölskyldunni er ég er búin að vera að prófa mig áfram með uppskriftir. Um er að ræða eggja- og mjólkurofnæmi og svo eru sumir farnir að sneyða hjá dýraafurðum. Sjálf þarf ég að minnka sykur af heilsufarsástæðum. Í stórum fjölskylum er fjölbreytin mikill og þarfirnar ólíkar. Ég fann þessa uppskrift hjá Lindu Ben. en þar heita þær amerískar pönnukökur. Ég breytti þeim aðeins og lagaði þær að okkar þörfum. Mín útgáfa af uppskriftinni er þessi: 3 ½ dl hveiti 3 tsk lyftiduft ½ tsk salt 1 dl kókospálmasykkur 2 msk matarolía hræð saman við 1 msk. af Oatly jógúrt 3 ½ dl möndlumjólk 3 msk brætt smjörlíki Þessu…

 • Heilsa,  Jólin,  Matur

  Þessi græni

  Við gætum jafnvel kallað hann Grinch en það er nú víst þannig að það er ekki hægt að lifa á smákökum, konfekti og jólasteikum…því miður! Ég hef aldrei verið mikið í þessum grænu, aldrei stokkið á þann vagn. Er nefnilega svoldið meira fyrir það fyrr upptalda. En þessi kom skemmtilega á óvart og er bara ansi góður. Kostirnir við hann eru svo eftirtaldir: Mangó er mjög ríkt af C og A vítamíni og er einnig gott fyrir meltinguna Ananas er trefjaríkt og þar með gott fyrir meltinguna, ásamt því að vera mjög andoxunarríkt. Það getur einnig eflt ónæmiskerfið og verið bólgueyðandi. Spínat er einfaldlega ofurfæða og innheldur mikið af K…