• Fjölskyldan,  Páskar

    Páskar…

    Páskarnir eru yndislegur tími og oftar en ekki nýtur maður páskafrísins betur en jólafrísins. Það er orðið svo bjart á þessum árstíma og oft…stundum…viðrar mjög vel til útivistar. Þrátt fyrir að hertar sóttvarnarreglur bjóði kannski ekki upp á mikil veisluhöld er um að gera að njóta samvistar við sitt allra návista, leggja fallega á borð og borða góðan mat. Hér kemur ofur einföld hugmynd að borðskreytingu. Það eina sem þú þarft eru fallegar servíettur, hvít plastegg (fást t.d. í Föndru), permanent tússpenna og gróft band til að binda servíettuna saman. Afar einfalt og fallegt…og tilvalið að leyfa litlum fjölskyldu meðlimum að teikna á eggin. Gleðilega páska!

  • Matur,  Páskar

    Rice krispies í páskabúningi

    Þessi bragðgóða og fallega kaka er mjög klasísk rice krispies kaka sem skemmtilegt er að skreyta við hvaða tækifæri sem. Hér er hún sett í páskalegan búning og myndi sóma sér vel sem eftirréttur um páskana. Rice krispies botn 5 msk. sýróp 100 gr. suðusúkkulaði 60 gr. smjör 100 gr. Rice krispies Allt nema Rice krispies sett í pott og brætt saman við lágan hita. Síðan er Rice krispies bætt út í og blandað vel saman. Að lokum er öllu hellt í form og kælt. Þegar búið er að taka kökuna úr forminu er gott að skera banana og raða yfir botninn. Því næst er þeyttum rjóma smurt yfir og…