• Fjölskyldan,  Hrekkjavaka

  Hrekkjavökupósturinn

  Hér kemur hann…árlegi hrekkjavökupósturinn. Við höfum nefnilega gaman af hvers kyns stússi og því að gera lífið skemmtilegra, finna tilefni til að gleðjast. Þess vegna höldum við hrekkjavöku. Við höfum áður komið inn á þetta málefni, þetta með að vera að halda upp á þennan sið. Árlega heyrum við fólk kvarta undan því að vera að herma eftir Bandaríkjunum en það er bara ekki rétt…þetta er nefnilega keltneskur siður í grunninn og dýpri pælingar á bak við hann eins og hún Þórunn fór í gegnum fyrir okkur í pistli sínum hér. Síðustu árin höfum við systur skipst á að halda hrekkjavökuboð fyrir okkar nánustu. Húsið er skreytt að tilheyrandi sið…

 • Fjölskyldan,  Hrekkjavaka,  Matur

  Hrekkjavökuhugmyndir

  Í dag hefjast vetrarfrí í flestum skólum í höfuðborginni og svo vill svo skemmtilega til að hrekkjavaka er á næsta leyti. Hér koma tvær góðar hugmyndir fyrir þá sem vilja byrja þjófstarta hrekkjavökugleðinni. Hauskúpa Hér þarf bara stórt brauðbretti og fullt af hvítu nammi eða snakki. Við notuðum litlar hrískökur, poppkorn, djúpur, krítar, hvítar fílakúlur og bara það sem okkur datt í hug…bara ef það var hvítt. Í augu,nef og munninn notuðum við svo súkkulaði. Svo er bara að raða þessu upp svo hauskúpa myndist. Best er að byrja á augunum, nefinu og munninnum og raða hinu svo í kring. Einföld og skemmtileg hugmynd á hrekkjavöku-veisluborðið. jkjkjkj Nornakústar Þessir krúttlegu…

 • Hrekkjavaka,  Lífið

  Hvað er Halloween?

  Og af hverju höldum við upp á þennan dag? Við fengum hana Þórunni, seiðkonu og norn, til að segja okkur aðeins frá þessum forna sið. Þórunn heldur úti heimasíðunni Mizu holistic healing. Hana má einnig finna á facebook og instagram. Halloween eða All Hallows´eve á rætur sínar að rekja alveg langt aftur í tíma þar sem Paganismi var yfirráðandi áður en kristni kom til sögunnar. Þessi tími var þá kallaður Samhain eða „síðasti sumardagur“. Á þessum tímum áttu allar uppskerur að vera komnar í hús og formlega allar sumarathafnir komnar í dvala. Nú blasti við myrkur, stuttir dagar, erfiðari færð og var þetta tími til að sinna fjölskyldunni. Vera heima…