• DIY,  Heimilið

    Make-over

    Það er alltaf gott þegar hægt er að endurnýta hluti í stað þess að fara og kaupa nýtt. Þó hægt sé að fara með gamla hlutinn í Góða hirðirinn (Sorpu) þá skilst mér að það sé orðið yfirfullt þar og þeir stundum farnir að velja hluti inn. Þannig var það allavega um jólin þegar ég ætlaði að gefa fullt af barnadóti, þá var starfsmaður að velja inn í gáminn. Mig er búið að langa í svarta blómapotta, en ég á blómapotta í nokkrum litum. Ég fór því í Slippfélagið og keypti mér svart sprey. Þar fékk ég mjög góð ráð um hvernig best væri að gera þetta. Gamli eldhús stigakollurinn…