• Heimilið

  Myndaveggur

  Þegar vel tekst til setja svona myndaveggir heilmikinn svip á heimili og gera fólki sem hefur gaman af hvers kyns list, kleift að koma sem mestu fyrir. Svona veggir eru svo sannarlega ekki fyrir minimalíska og ég telst víst seint minimalísk. Hvers kyns myndi og list, plaköt og myndskreytingar hafa alltaf virkað eins og segull á mig. Það getur hins vegar verið kúnst að raða myndunum saman svo vel sé og kannski fælir það einhverja frá. Eitt ráðið til þess að setja velheppnaðann vegg upp er að klippa út pappír í þeim stærðum sem myndirnar eru og máta á vegginn. Leika sér með þetta og púsla saman. Svo er auðvitað…

 • Heimilið

  Að framkvæma eða ekki framkvæma?

  Ég hef áður komið inn á það að mér finnst yfirleitt skemmtilegra að hugsa um hlutina heldur en að framkvæma. Og jú, það er sennilega alltaf besta fyrsta skrefið, að hugsa um hlutina alltsvo 🙂 Nú er kominn tími á að taka sjónvarpsherbergið aðeins í gegn en það var ekki málað þegar við fluttum inn fyrir 5 árum og er orðið svoldið þreytt. Við búum í þriggja hæða raðhúsi og herbergi þetta er fjölskylduherbergið og hýsir m.a. þau cirka 300 spil sem maðurinn minn á. Spilin eru nú geymd í Billy hillum sem eru svo sem ágætar en mættu vera dýpri fyrir stærri spilin. Upp kom því sú hugmynd að…

 • Heimilið

  Mánudags

  Mánudagur í september. Haustlægð að sækja í sig veðrið, ekki sú fyrsta og alveg örugglega ekki sú síðasta. En þetta þarf ekki að vera slæmt. Það má líka sjá þetta á þennan veg; rigning og rok úti, hlýtt og notalegt inni. Notaleg tónlist í bakgrunni, heitt te í bolli. Og netráp…rápað um veraldarvefinn, leitað að innblæstri, afslöppun í hámarki. Það má. Svona á milli þess sem við hugleiðum, þrífum, hreyfum okkur og sinnum móðurhlutverkinu. Á þessum mánudegi mælum við með Skanelangan á instagram. Fallegt heimili frá því sjötíuogeitthvað sem búið er að gera upp. Það sem vakti athygli mína sérstaklega eru grænu billy hillurnar…venjulegar billy hillur úr Ikea sem búið…

 • Heimilið

  Föstudagsinnblástur

  Litríkt, fallegt, hlýlegt, hrátt og töff. Heimili Andreu de Groot frá Hollandi er allt þetta og meira til. Andrea vinnur sem bloggari, instagrammari og eitthvað sem kallast “content creator”. Hér með er óskað eftir góðri þýðingu á því orði. Stíll Andreu er persónulegur og ber þess merki að hún elti ekki trendin heldur fylgi hjartanu í því sem henni finnst fallegt. Nokkuð ber á vintage munum og fallegum myndum á veggjum. Plönturnar eru einnig ríkjandi og saman myndar þetta allt fallega og heimilislega heild. Andrea de Groot er með instagram reikning og hægt er að smella hér til að fara beint á hann. Einnig er hún með heimasíðuna Living hip,…

 • Heimilið

  Heimsókn

  Sænski bloggarinn Janniche Kristoferssen býr í fallegu húsi í Bagarmossen í Stokkhólmi. Stíllinn hennar er dásamlegur; hlýlegur og litríkur og listaverkin njóta sín vel. Sjálf segir Janniche að henni líki best við hlutlausan grunn og að leyfa aukahlutunum að bæta við litum og áferð. Það sem heillar mig mest við heimilið eru einmitt þessir aukahlutir sem skapa þessa fallegu heild…og allr myndirnar á veggjunum. Það eru akkúrat þessir hlutir sem setja punktinn yfir i-ið. Janniche heldur úti blogginu Blogga i Bagis og er einnig með vinsælan instagramreikning. Mæli með að þið kíkið á hana! Magga

 • Heimilið

  Föstudagsinnblásturinn

  Frá því ég man eftir mér hefur mig langað til að vera listakona. Ég teiknaði inn í bækur, til að bæta við myndskreytinguna sem þar var fyrir. Einnig má finna listaverk eftir mig á botni skúffa í kommóðum foreldranna. Ekki er ég nú listakona ennþá en draumurinn er til staðar og þá aðallega að geta sest niður og málað og skapað. Og hver veit, maður er víst aldrei of gamall til að eltast við draumana sína. Nú geng ég um með þá grillu að mig vanti góða aðstöðu til að skapa, svokallað stúdíó eða Atelier…eins það myndi útleggjast á frönsku. Það hljómar bara allt betur á frönsku svo ég ætla…

 • Heimilið,  Lífið

  Lukku bambus

  Nú þegar sólin hækkar á lofti og við fáum aftur fallegt sólarljósið inn á heimillin langar mig alltaf til að fylla húsið af fallegum plöntum. Það gladdi mig mikið þegar ég sá Lucky Bamboo í Blómaval, en ég hef ekki oft rekist á þessa plöntu hérna á Íslandi. Hún var hins vegar mjög algeng í blómabúðunum í Danmörku þegar ég bjó þar. Þessi planta er sögð færa gæfu og velmegun, sérstaklega ef plantan er þegin að gjöf. Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnu, þ.e. að svona gæfuhlutir verði að vera þegnir sem gjöf til að virka sem skyldi. En við reddum því með því að færa okkur sjálfum hana sem…

 • DIY,  Heimilið

  Make-over

  Það er alltaf gott þegar hægt er að endurnýta hluti í stað þess að fara og kaupa nýtt. Þó hægt sé að fara með gamla hlutinn í Góða hirðirinn (Sorpu) þá skilst mér að það sé orðið yfirfullt þar og þeir stundum farnir að velja hluti inn. Þannig var það allavega um jólin þegar ég ætlaði að gefa fullt af barnadóti, þá var starfsmaður að velja inn í gáminn. Mig er búið að langa í svarta blómapotta, en ég á blómapotta í nokkrum litum. Ég fór því í Slippfélagið og keypti mér svart sprey. Þar fékk ég mjög góð ráð um hvernig best væri að gera þetta. Gamli eldhús stigakollurinn…