• Lífið

  Rútínan

  Það er eitthvað notalegt við það þegar rútínan dettur í gang aftur eftir sumarfrí. Og þetta segi ég eiginlega mér þvert um geð…af því að ég er fyrst og fremst sumar manneskja og elska sumarfríin. Að þurfa ekki að láta klukkuna stjórna og jafnvel gleyma hvaða vikudagur er. En allt hefur sinn tíma og kannski er það einmitt það góða við þetta; að þetta er takmarkaður tími og svo dettum við aftur í gömlu góðu rútínuna. Reglulegur svefn, hollara mataræði….börnin farin að sofa fyrir miðnætti og allt það 🙂 Þessi tími hefur ákveðin sjarma og fullt af tækifærum. Nú er tíminn til að dusta rykið af dagbókinni og setja sér…

 • Matur

  Bananabrauð

  Þegar bananar verða gamlir er upplagt að nýta þá í bananabrauð. Ég hef lengi leitað af góðum uppskriftum og kannski fleiri möguleikum heldur en bara bananabrauð. Ég fékk þessa uppskrift fyrir rétt rúmum tuttugu árum og hef alltaf gripið í hana af og til en hún inniheldur mikið magn af sykri og hef ég því prófað mig áfram og minnkað sykurinn og hef ekki fundið mun á því. Bananabrauð 1 egg 80 gr. sykur (upprunalegt 150 gr.) 2 þroskaðir bananar 250 gr. hveiti 1/2 tsk. matarsódi 1 tsk. salt Aðferð: Þeytið eggin og bætið svo við sykrinum. Merjið bananana og hrærið saman við. Blandið saman þurrefninu saman við og bakið…

 • Lífið

  Ferðin vestur

  Sumarið er tíminn til að vera úti, ferðast og gera hreinlega allt sem veður leyfir. Ég fór fyrir stuttu vestur á firði eða nánar tiltekið á Þingeyri. Þar er margt hægt að gera, en þessa helgi var einmitt verið að keppa í þríþraut þar og því margt um manninn. Við vorum þvílíkt heppinn þar sem við lentum á tónleikum í einum bakgarðinum eða nánar tiltekið garðinum hjá Láru. Nokkur kvöld í röð var boðið upp á dásamlega tónlist eins og t.d. Friðrik Ómar og Jógvan, Bríet, Moses Hightower og marga marga fleiri, þvílíkur rjómi af tónaflóði. Þingeyri býður upp á náttúruperlur allt í kring sem hægt að keyra um og…

 • Lífið

  Sumarfrí

  Efst í huga þessa dagana er sumafrí og ferðalög. Við erum búin að fara smá út fyrir landsteinana þar sem sólin lék við lífið og nærvera fjölskyldunnar var í hámarki. Við ferðumst mikið innanlands og elskum að kynnast landinu með því að stoppa á ótalmörgum stöðum. Eitt af stoppunum var í Djúpavogi þar sem við blasti merki sem ég hafði ekki séð áður.          Ólm í að komast að merkingu þess fór ég að grennslast fyrir og fann þá að staðir sem fá slíka merkingu hafa verulega tekið sig á varðandi lífsins hraða. Þetta merkir einfaldlega að þarna hlaða menn lífsins batteríið og leggja mikinn metnað til þess. Það er víst…

 • Fjölskyldan,  Lífið

  Helgarferðin

  Við áttum erindi til Akureyrar um þar síðustu helgi og hefðum ekki getað hitt á betri helgi. Veðrið var dásamlegt; sól og blíða og bærinn fullur af lífi. Sannarlega kærkomin tilbreyting frá súldinni fyrir sunnan…og reyndar því leiðindaveðri sem herjar á allt landið þessa dagana. Það var ekki laust við að útlanda tilfinning lægi í loftinu. Alls staðar var fólk að spóka sig og kaffihús og veitingastaðir smekkfullir af fólki, sérstaklega útisvæðin. Akureyri hefur alltaf heillað mig og hvað þá í svona blíðu. Bærinn er einstaklega fallegur og margt skemmtilegt hægt að gera. Sundlaugin klikkar ekki, ferð á Grænu könnuna er möst og svo þarf auðvitað að kíkja í nokkrar…

 • Heilsa,  Matur

  Morgunverðarþeytingur

  Þessi drykkur er eins og sumar í glasi og er stúttfullur af hollustu. Uppskrift: 2 dl. möndlumjólk 1 dl. frosið mango 1 lúka frosin eða fersk bláber 1 væn lúka ferskt eða frosið spínat 1 msk hampfræ 1 msk möndlur 1/4 tsk kanil 1/4 tsk túrmerik 1/4 tsk engifer 1 tsk. feel iceland collagen Stundum set ég eina mæliskeið af próteini ef ég er að koma af æfingu eða á leið á æfingu. Þessu er öllu blandað saman í blandara og borðað með skeið, hann á að vera þykkur og góður eins og grautur. Einhverju sinni las ég þá speki frá næringafræðingi að við ættum að borða drykkinn okkar og…

 • Matur

  Rabarbarakaka

  Amma mín, sem er að detta í nírætt í júlí, er snillingur í að gera rabarbarasultu. Hún hefur reynt að kenna mér aðferðina en afraksturinn var frekar gúmmíkenndur. Kannski verð ég búin að ná þessu þegar ég verð níræð. En hún sagði mér líka að fyrsta uppskera sumarsins væri bestur í kökur og sá tími er runninn upp. Og hvað undirstrikar júníbyrjun meira en fyrsta uppskeran af rabarbara? Hér kemur uppskrift að einfaldri rabarbaraköku. Uppskriftin kemur upphaflega af síðunni Búkonan. Ég hef notað hana lengi og hún klikkar aldrei. Í þetta skipti bætti ég snickers við og það steinlá. Snickers 2 stk Rabarbari, magn fer eftir formi, botnfylli200 g brætt…

 • Heimilið

  Föstudagsinnblástur

  Litríkt, fallegt, hlýlegt, hrátt og töff. Heimili Andreu de Groot frá Hollandi er allt þetta og meira til. Andrea vinnur sem bloggari, instagrammari og eitthvað sem kallast “content creator”. Hér með er óskað eftir góðri þýðingu á því orði. Stíll Andreu er persónulegur og ber þess merki að hún elti ekki trendin heldur fylgi hjartanu í því sem henni finnst fallegt. Nokkuð ber á vintage munum og fallegum myndum á veggjum. Plönturnar eru einnig ríkjandi og saman myndar þetta allt fallega og heimilislega heild. Andrea de Groot er með instagram reikning og hægt er að smella hér til að fara beint á hann. Einnig er hún með heimasíðuna Living hip,…

 • Matur

  Enskar skonsur

  Í framhaldi af póstinum okkar um síðdegisteið kemur hér uppskriftin af skonsunum sem við buðum upp. Það var búið að vera lengi á listanum að baka ekta enskar skonsur en einhvern veginn hafði aldrei orðið úr því. Þetta var því fínt tilefni til að spreyta sig í skonsubakstri. Útkoman lukkaðist svona líka vel og ég held ég haldi mig bara við þessa uppskrift; skonsurnar eru mjög léttar og loftkenndar og afar bragðgóðar. Innihald 2 bollar hveiti 2/3 bollar mjólk 1/4 bollar sykur 85 gr. ósaltað smjör 4 tsk. lyftiduft 1/2 tsk salt 1 stórt egg Aðferð Stilltu ofninn á 210 gr. Blandaðu hveiti, lyftidufti, sykri og salti saman í skál.…

 • Lífið,  Matur

  Afternoon tea

  Afternoon tea er siður sem á rætur sínar að rekja til sjöundu hertogaynjunnar af Bedford, Önnu Russel, til ársins 1840. Á þessum tíma var vaninn að snæða hádegisverð um hádegisbilið og kvöldverðinn seinnipartinn, oftast áður en dimmdi of mikið. Með tilkomu betri ljósgjafa var kvöldmaturinn hins vegar allt í einu ekki háður rökkurfallinu og því lengdist bilið á milli þessara tveggja málsverða. Anna Russel átti því til að vera orðinn frekar svöng um síðdegið og tók upp á því að láta senda sér te, samlokur og eitthvað sætmeti upp í herbergi til sín….nokkurs konar síðdegis snarl. Þegar Anna brá sér svo til hirðarinnar hélt hún þessari venju sinni og annað…