Ég hef lengi verið hrifin af Feng-shui spekinni, finnst mjög margt athyglisvert og skemmtilegt að finna þar.
Kínversku orðin “feng” og “shui” þýða vindur og vatn og hugmyndafræði spekinnar er sprottin úr gömlu ljóði þar sem talað er um að allt mannlegt líf sé tengt og flæði með umhverfinu í kringum það. Þetta snýst sem sagt um flæði og að skapa andrúmsloft í híbýlum sem skapar jafnvægi við hinn náttúrulega heim. Þetta andrúmsloft er svo fengið með því að raða hlutunum upp á ákveðin hátt til að ná þessu jafnvægi og virkja orkuöflin í að koma á sátt á milli einstaklingsins og umhverfisins sem hann býr í.
Feng-shui reglur fyrir heimilið:
- Lofta út
- Heilbrigð blóm, þau hreinsa og gefa orku
- Halda hreinu
- Lifandi eldur
- Spila tónlist sem gleður þig
- Búa um rúmið
- Pússa gluggana
- Taka til, það gefur pláss og yfirsýn
- Flokka hluti
- Loka klósettsetunni
- Ekki hafa neitt bak við dyr
- Klára verkefni og vera tilbúin að byrja ný
- Hafa ekkert ofan á skápum
- Hafa bara hluti á heimilnu sem þér þykir vænt um og /hafa þýðingu fyrir þig
- Hafa ekkert undir rúmum
- Hafa góða lýsingu
Þessar reglur eitthvað sem hægt er að uppfæra inn á flest heimili. Þetta er reyndar bara smá brott af allri þeirri speki sem Feng shui er og aldrei að vita nema við förum betur yfir meira síðar.
Eigið góðan dag,
Stína