Páskafríið hefur tekið yfir sem uppáhaldsfríið okkar, hugsanlega fyrir utan sumarfríið sem er auðvitað alltaf best. En það sem páskarnir standa fyrir er; fjölskylda, útivera, góður matur, ómetanlegar samverustundir. Og ekki spillir að dagarnir eru orðnir langir og stundum, ef við erum heppin, er veðrið nokkuð gott.
Við eyddum hluta af fríinu okkar í frábæru húsi á Mýrunum. Útsýnið var dásamlegt og Snæfellsnesið innan seilingar. Endurnærðar mættum við svo aftur í borgina til að halda áfram að eiga notalegar stundir og borða súkkulaði.